Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
   mið 16. september 2020 19:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gaui Þórðar sendir pillu: Umhugsunarefni fyrir KSÍ að hafa menn eins og þennan starfandi á vellinum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gaui var svekktur að Sveinn Elías Jónsson hafi ekki fengið gult spjald fyrir brot á Gonza.
Gaui var svekktur að Sveinn Elías Jónsson hafi ekki fengið gult spjald fyrir brot á Gonza.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Vonbrigði, mikil vonbrigði," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Ólafsvíkinga, eftir tap gegn Þór í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  0 Víkingur Ó.

Fyrsta spurningin sem Gaui fékk var út í markmannsvalið en Aron Elí Gíslason lék sinn fyrsta leik fyrir Ólafsvíkinga og Konráð Ragnarsson, sem hafði varið mark liðsins í undanförnum leikjum, sat á bekknum.

„Konni var meiddur. Hann hefur spilað meiddur í þrjá leiki - meiddist í vinnunni og hefur verið að drepast í lærinu. Hann finnur til í hverju sparki. Það var ekki hægt að taka þann séns að vöðvinn myndi rifna."

Ólafsvíkingar ákváðu að byrja með vindi í fyrri hálfleik. Hvers vegna?

„Það var ákvörðun sem var tekin og við héldum að það væri hægt að treysta veðrinu hér á Akureyri en það er greinilega ekki hægt að treysta neinu á Akureyri lengur."

Var annað sem Ólsarar voru að treysta á sem gekk ekki upp? „Við treystum á sanngjarna dómgæslu en fengum hana svo sannarlega ekki."

Hvað var það í dómgæslunni sem Gaui er ósáttur með? „T.d. markið. Boltinn er á ferð þegar aukaspyrnan er tekin, kolólöglegt mark. Líka ósáttur með meðferðina á Gonza í byrjun leiks. Hann er tekinn niður í skipti eftir skipti. Hann er tekinn gróflega niður þrisvar sinnum í fyrri hálfleik og engin refsing við því. Þegar þú tekur mann niður með ásetningi þá ber að refsa með gulu spjaldi - seinna gula spjaldið hefði átt að koma í fyrri hálfleik. Maðurinn sem braut þrisvar á Gonza í fyrri hálfleik fékk einu sinni tiltal. Dómgæsla með þessum hætti getur ekki verið eðlileg. Eins og Þórsararnir spila þá er það mjög sérstakt [að þeir fá ekki eitt gult spjald] og segir meira um starfsmann leiksins heldur en nokkuð annað. Það er umhugsunarefni fyrir KSÍ að hafa menn eins og þennan mann starfandi á vellinum því hann er ekki boðlegur deildinni. Deildin er skemmtileg þetta er hörku fótbltadeild og við þurfum að fá góða fagmenn til að stýra leikjunum en í dag brást það algjörlega."

Það var hvöss sunnanátt á Þórsvelli í dag og sagði Guðjón að veðrið hefði versnað þegar leið á daginn. Guðjón segir að við fyrstu sýn hafi Aron Elí átt að gera betur í marki Þórsara en hann var svekktari út í að aukaspyrnan hafi verið tekin og engin athugasemd sett út á hreyfingu boltans. Gaui segir það ósanngjarnt að Ólsarar hafi tapað í dag og sagði hann að lokum að hann hefði sætt sig við eitt stig úr leiknum.

Viðtalið í heild sinni má sjá og hlusta á í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner