Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 16. september 2020 19:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gaui Þórðar sendir pillu: Umhugsunarefni fyrir KSÍ að hafa menn eins og þennan starfandi á vellinum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gaui var svekktur að Sveinn Elías Jónsson hafi ekki fengið gult spjald fyrir brot á Gonza.
Gaui var svekktur að Sveinn Elías Jónsson hafi ekki fengið gult spjald fyrir brot á Gonza.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Vonbrigði, mikil vonbrigði," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Ólafsvíkinga, eftir tap gegn Þór í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  0 Víkingur Ó.

Fyrsta spurningin sem Gaui fékk var út í markmannsvalið en Aron Elí Gíslason lék sinn fyrsta leik fyrir Ólafsvíkinga og Konráð Ragnarsson, sem hafði varið mark liðsins í undanförnum leikjum, sat á bekknum.

„Konni var meiddur. Hann hefur spilað meiddur í þrjá leiki - meiddist í vinnunni og hefur verið að drepast í lærinu. Hann finnur til í hverju sparki. Það var ekki hægt að taka þann séns að vöðvinn myndi rifna."

Ólafsvíkingar ákváðu að byrja með vindi í fyrri hálfleik. Hvers vegna?

„Það var ákvörðun sem var tekin og við héldum að það væri hægt að treysta veðrinu hér á Akureyri en það er greinilega ekki hægt að treysta neinu á Akureyri lengur."

Var annað sem Ólsarar voru að treysta á sem gekk ekki upp? „Við treystum á sanngjarna dómgæslu en fengum hana svo sannarlega ekki."

Hvað var það í dómgæslunni sem Gaui er ósáttur með? „T.d. markið. Boltinn er á ferð þegar aukaspyrnan er tekin, kolólöglegt mark. Líka ósáttur með meðferðina á Gonza í byrjun leiks. Hann er tekinn niður í skipti eftir skipti. Hann er tekinn gróflega niður þrisvar sinnum í fyrri hálfleik og engin refsing við því. Þegar þú tekur mann niður með ásetningi þá ber að refsa með gulu spjaldi - seinna gula spjaldið hefði átt að koma í fyrri hálfleik. Maðurinn sem braut þrisvar á Gonza í fyrri hálfleik fékk einu sinni tiltal. Dómgæsla með þessum hætti getur ekki verið eðlileg. Eins og Þórsararnir spila þá er það mjög sérstakt [að þeir fá ekki eitt gult spjald] og segir meira um starfsmann leiksins heldur en nokkuð annað. Það er umhugsunarefni fyrir KSÍ að hafa menn eins og þennan mann starfandi á vellinum því hann er ekki boðlegur deildinni. Deildin er skemmtileg þetta er hörku fótbltadeild og við þurfum að fá góða fagmenn til að stýra leikjunum en í dag brást það algjörlega."

Það var hvöss sunnanátt á Þórsvelli í dag og sagði Guðjón að veðrið hefði versnað þegar leið á daginn. Guðjón segir að við fyrstu sýn hafi Aron Elí átt að gera betur í marki Þórsara en hann var svekktari út í að aukaspyrnan hafi verið tekin og engin athugasemd sett út á hreyfingu boltans. Gaui segir það ósanngjarnt að Ólsarar hafi tapað í dag og sagði hann að lokum að hann hefði sætt sig við eitt stig úr leiknum.

Viðtalið í heild sinni má sjá og hlusta á í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner