Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   mið 16. september 2020 22:01
Anton Freyr Jónsson
Magnús Már: Beið eftir Audda Blö með nýja þáttaröð af Tekinn
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson
Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ákveðinn léttir. Frammistaðan í síðasta leik, þar sem við vorum rændri, var mjög góð og frammistaðan í þessum leik var fín og við sköpuðum okkur helling af færum. Þegar þeir komust yfir í sinni fyrstu alvöru sókn í seinni hálfleik beið ég í rauninni bara eftir því að Auddi Blö myndi koma fram og segjast vera taka nýja þáttaröð af Tekinn því að yfirburðirnir voru ótrúlegir," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir endurkomusigur gegn Þrótti í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 Afturelding

„Mínir menn halda alltaf áfram þannig ég var ekkert alltof stressaður. Ég vissi að við myndum koma til baka og minnsta kosti jafna - gríðarlega sætt að skora í lokinn. Það er gríðarlegur karakter í þessu liði og ég hafði alltaf trú á þessu, strákarnir verðskulduðu þetta sigurmark."

Hvernig horfir framhaldið við Magga, Afturelding er nú sex stigum frá fallsæti.

„Ég fer í alla leiki til að vinna, annar leikur á móti Víkingi Ólafsvík á sunnudaginn. Það er leikur sem við verðum að vinna líka. Við fögnum í kvöld en svo hefst undirbúningur fyrir næsta leik - okkur þyrstir í meira."

„Það var gaman að sjá Elvar Inga [Vignisson] koma inn í dag, hann hefur verið í erfiðum meiðslum í marga mánuði. Bæði skoraði og lagði upp í dag. Hann á risa þátt í sigrinum í dag, virkilega vel gert hjá honum."


Maggi var að lokum spurður út í veðrið í kvöld og stöðuna á Andra Frey Jónassyni og svaraði hann þeim spurningum í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner