Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
banner
   lau 16. nóvember 2019 22:31
Ívan Guðjón Baldursson
Maistro; Veit ekki af hverju Eiður fékk rautt
Fabio Maistro kom inn af bekknum í 3-0 sigri U21 liðs Ítalíu gegn Íslandi í undankeppni EM fyrr í kvöld.

Maistro kom inn og byrjaði strax að tefja og leist íslensku strákunum ekki á það. Hann braut tvisvar af sér, annað skiptið nokkuð harkalega, og fór pirringurinn vaxandi.

Íslensku strákarnir spörkuðu boltanum tvisvar sinnum í hann, einu sinni eftir að hann braut af sér og reyndi að tefja fyrir aukaspyrnunni. Seinna skiptið var eftir lokaflautið.

Það ætlaði allt að sjóða uppúr á lokamínútunum og fékk Eiður Smári Guðjohnsen rautt spjald undir lokin.

„Ég fór í tvær tæklingar sem mér fundust ekki ljótar og þá var sparkað boltanum í mig. Svo var aftur sparkað boltanum í mig að leikslokum,"

„Við sögðum nokkur orð en svo var þetta búið. Ég veit ekki af hverju þjálfarinn fékk rautt spjald."

Maistro telur íslenska liðið búa yfir miklum gæðum og hlakkar til að koma til landsins þegar liðin mætast aftur á næsta ári.

„Ísland er með flott lið, þeir eru sérstaklega skapandi í sóknarleiknum og með gæðamikla leikmenn. Þeir voru hættulegir.

„Ég hlakka til að koma til Íslands fyrir seinni leikinn. Ég hef aldrei verið þar."

Athugasemdir
banner
banner