Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   lau 16. nóvember 2019 22:31
Ívan Guðjón Baldursson
Maistro; Veit ekki af hverju Eiður fékk rautt
Fabio Maistro kom inn af bekknum í 3-0 sigri U21 liðs Ítalíu gegn Íslandi í undankeppni EM fyrr í kvöld.

Maistro kom inn og byrjaði strax að tefja og leist íslensku strákunum ekki á það. Hann braut tvisvar af sér, annað skiptið nokkuð harkalega, og fór pirringurinn vaxandi.

Íslensku strákarnir spörkuðu boltanum tvisvar sinnum í hann, einu sinni eftir að hann braut af sér og reyndi að tefja fyrir aukaspyrnunni. Seinna skiptið var eftir lokaflautið.

Það ætlaði allt að sjóða uppúr á lokamínútunum og fékk Eiður Smári Guðjohnsen rautt spjald undir lokin.

„Ég fór í tvær tæklingar sem mér fundust ekki ljótar og þá var sparkað boltanum í mig. Svo var aftur sparkað boltanum í mig að leikslokum,"

„Við sögðum nokkur orð en svo var þetta búið. Ég veit ekki af hverju þjálfarinn fékk rautt spjald."

Maistro telur íslenska liðið búa yfir miklum gæðum og hlakkar til að koma til landsins þegar liðin mætast aftur á næsta ári.

„Ísland er með flott lið, þeir eru sérstaklega skapandi í sóknarleiknum og með gæðamikla leikmenn. Þeir voru hættulegir.

„Ég hlakka til að koma til Íslands fyrir seinni leikinn. Ég hef aldrei verið þar."

Athugasemdir
banner
banner