Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mið 18. maí 2022 20:58
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Jón Stefán: Gat ekkert versnað eftir fyrsta hálftímann
Perry John James Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, þjálfarar Þór/KA
Perry John James Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, þjálfarar Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA var að vonum svekktur með 4-1 tap gegn Þrótti í kvöld. 

"Þetta voru mikil vonbrigði hvernig við komum til leiks og ég held að við sem þjálfum liðið verðum líka að taka það á okkur hvernig við byrjum leikinn. Það góða við þetta er að við getum klárlega gert miklu betur í næsta leik," sagði Jón strax eftir leik.

"Auðvitað komum við inn í hann og það gat ekkert versnað eftir fyrsta hálftímann, eigum alveg kafla og allt það. En þetta var ekkert í hættu hjá Þrótt og það eru vonbrigði því ég tel þessi lið vera nokkuð jöfn fyrirfram."


Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  1 Þór/KA

Hulda Björg, Arna Eiríks og Vigdís Edda fóru allar meiddar af velli í dag, en einnig var liðið án Huldu Ósk sem meiddist í síðasta leik. Jón segir stöðuna á leikmannahópnum hafa verið betri.

"Sem betur fer held ég nú að þetta sé ekki stórvægilegt, þetta er líka spurning um að vera ekkert að pína þær í ákveðinni stöðu. Ég á ekki von á öðru en að Hulda og Arna verði allavega klárar á mánudaginn."

Jón segist geta fundið einhverja jákvæða punkta í leik sinna kvenna í kvöld.

"Jájá, við eigum alveg okkar kafla í leiknum og allt svoleiðis, en auðvitað þegar maður tapar 4-1 og er hundfúll með byrjunina, þá er maður kannski meira að horfa á það sem var neikvætt og það sem maður gat lagað heldur endilega jákvæðu partana. En við getum þetta alveg, ég veit það alveg."

Þór/KA fer til Eyja og mætir ÍBV á mánudaginn. 

"Þið sjáið allavega betra Þór/KA lið, meira held ég að ég segi ekki," sagði Jón léttur að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner