Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
banner
   þri 19. september 2023 12:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svava að skipta um lið? - „Væri alveg til í að fá almennilega útskýringu"
watermark Svava Rós Guðmundsdóttir.
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum mjög spenntar fyrir þessu verkefni," segir sóknarmaðurinn Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona, fyrir komandi leikjum gegn Wales og Þýskalandi í Þjóðadeildinni.

Þetta eru fyrstu leikirnir í nýrri keppni en þetta er fyrsta útgáfan af Þjóðadeildinni í kvennaboltanum. Fyrirkomulagið er flókið og það er erfitt fyrir leikmennina að skilja það.

„Ekki ég allavega," sagði Svava og hló er hún var spurð um það hvort hún væri búin að átta sig á fyrirkomulaginu. „Það verður bara að koma í ljós. Við tökum einn leik í einu og við sjáum hvað gerist úr því."

Engar útskýringar
Svava, sem er 27 ára gömul, gekk í raðir Gotham FC í Bandaríkjunum í byrjun ársins eftir að hafa gert góða hluti með Brann í Noregi. Hún hefur ekkert fengið að spila með Gotham að undanförnu og gæti verið á förum frá félaginu.

„Þetta byrjaði mjög vel en svo er þetta aðeins búið að dala. Ég hef ekkert fengið að spila. Þetta er búið að vera upp og niður," segir Svava.

„Eina sem ég fékk var 'þetta er erfitt, en svona er þetta bara'. Maður vill alltaf spila og sýna í hvað manni býr. Ég væri alveg til í að fá einhverja almennilega útskýringu."

Orri Rafn Sigurðarson, fyrrum fréttamaður Fótbolta.net, sagði frá því í morgun að Svava væri að ganga í raðir Benfica í Portúgal.

„Það verður bara að koma í ljós held ég. Það eru einhverja viðræður í gangi en það verður bara að koma í ljós. Ef að eitthvað flott lið kemur þá mun ég skoða það."

„Ég var að spila í Brann í fyrra og spilaði alla leikina þar. Ég tók þá ákvörðun að fara þaðan því ég vildi fara í eitthvað stærra. Ég vil taka sénsinn á meðan hann er til staðar og ég sé ekkert eftir því að hafa skrifað undir hjá Gotham. Svo heppnast þetta stundum og stundum gerist það ekki."

Hún segir það gott að koma aftur til móts við landsliðið. „Það er alltaf gaman að hitta stelpurnar og það gefur manni 'boost' áfram," segir Svava en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner