Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
banner
   þri 19. september 2023 12:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svava að skipta um lið? - „Væri alveg til í að fá almennilega útskýringu"
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum mjög spenntar fyrir þessu verkefni," segir sóknarmaðurinn Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona, fyrir komandi leikjum gegn Wales og Þýskalandi í Þjóðadeildinni.

Þetta eru fyrstu leikirnir í nýrri keppni en þetta er fyrsta útgáfan af Þjóðadeildinni í kvennaboltanum. Fyrirkomulagið er flókið og það er erfitt fyrir leikmennina að skilja það.

„Ekki ég allavega," sagði Svava og hló er hún var spurð um það hvort hún væri búin að átta sig á fyrirkomulaginu. „Það verður bara að koma í ljós. Við tökum einn leik í einu og við sjáum hvað gerist úr því."

Engar útskýringar
Svava, sem er 27 ára gömul, gekk í raðir Gotham FC í Bandaríkjunum í byrjun ársins eftir að hafa gert góða hluti með Brann í Noregi. Hún hefur ekkert fengið að spila með Gotham að undanförnu og gæti verið á förum frá félaginu.

„Þetta byrjaði mjög vel en svo er þetta aðeins búið að dala. Ég hef ekkert fengið að spila. Þetta er búið að vera upp og niður," segir Svava.

„Eina sem ég fékk var 'þetta er erfitt, en svona er þetta bara'. Maður vill alltaf spila og sýna í hvað manni býr. Ég væri alveg til í að fá einhverja almennilega útskýringu."

Orri Rafn Sigurðarson, fyrrum fréttamaður Fótbolta.net, sagði frá því í morgun að Svava væri að ganga í raðir Benfica í Portúgal.

„Það verður bara að koma í ljós held ég. Það eru einhverja viðræður í gangi en það verður bara að koma í ljós. Ef að eitthvað flott lið kemur þá mun ég skoða það."

„Ég var að spila í Brann í fyrra og spilaði alla leikina þar. Ég tók þá ákvörðun að fara þaðan því ég vildi fara í eitthvað stærra. Ég vil taka sénsinn á meðan hann er til staðar og ég sé ekkert eftir því að hafa skrifað undir hjá Gotham. Svo heppnast þetta stundum og stundum gerist það ekki."

Hún segir það gott að koma aftur til móts við landsliðið. „Það er alltaf gaman að hitta stelpurnar og það gefur manni 'boost' áfram," segir Svava en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner