Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   sun 20. júní 2021 21:04
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Jói Kalli: Vond tilfinning að leikurinn hafi endað svona
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ekki vel. Við vorum klaufar í varnarleiknum okkar og vorum að gefa alltof oft auðveld sóknartækifæri á okkur, gefa boltann frá okkur og ekki nógu grimmir og ákafir í varnarfærslunum. Eftir góða byrjun, að komast 1-0 yfir svona snemma í leiknum þá er líka svolítið vond tilfinning að leikurinn hafi endað svona. Við vorum rægir og passívir eftir að við skorum fyrsta markið og þorum ekki að fylgja því eftir." segir Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA svekktur eftir 3-1 tap á Wurth vellinum í Árbænum í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 ÍA

ÍA á næstu leiki gegn Fram í Mjólkurbikarnum og stuttu eftir það gegn Keflavík í deildinni. Þetta verða þeirra þriðji og fjórði leikur á 12 daga millibili og telur Jói þetta álag á sína menn hafa áhrif en á sama tíma vill hann sigra úr þessum tveim leikjum.

„Það er bikarinn núna á miðvikudaginn en við vorum settir í þá stöðu eftir þetta landsleikjahlé að leikirnir röðuðust þétt upp hjá okkur og við höfum lent í meiðslum og skakkaföllum þannig þetta er erfið törn fyrir okkur framundan en þetta er hárrétt, við ætlum að fara inn í leikinn á miðvikudaginn í bikarnum til þess að vinna hann og fara síðan í næstu umferð. Síðan eftir það skoðum við hvernig við ætlum að ná í 3 stig á móti Keflavík."

Jóhannes heldur áfram,
„Þetta er álag en það breytir ekki að við eigum að gera betur en það sem við erum að sýna en þetta er rosalega svekkjandi að í miðju íslandsmóti skildi vera sett upp eitthvað hraðmót og frí, svo lendir það á einhverjum fáum liðum að þurfa að spila mjög þétt á meðan önnur lið eru ekki að spila eins þétt. Það er ósanngjarnt en það breytir ekki að við eigum að gera mikið betur."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner