Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   sun 20. júní 2021 21:04
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Jói Kalli: Vond tilfinning að leikurinn hafi endað svona
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ekki vel. Við vorum klaufar í varnarleiknum okkar og vorum að gefa alltof oft auðveld sóknartækifæri á okkur, gefa boltann frá okkur og ekki nógu grimmir og ákafir í varnarfærslunum. Eftir góða byrjun, að komast 1-0 yfir svona snemma í leiknum þá er líka svolítið vond tilfinning að leikurinn hafi endað svona. Við vorum rægir og passívir eftir að við skorum fyrsta markið og þorum ekki að fylgja því eftir." segir Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA svekktur eftir 3-1 tap á Wurth vellinum í Árbænum í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 ÍA

ÍA á næstu leiki gegn Fram í Mjólkurbikarnum og stuttu eftir það gegn Keflavík í deildinni. Þetta verða þeirra þriðji og fjórði leikur á 12 daga millibili og telur Jói þetta álag á sína menn hafa áhrif en á sama tíma vill hann sigra úr þessum tveim leikjum.

„Það er bikarinn núna á miðvikudaginn en við vorum settir í þá stöðu eftir þetta landsleikjahlé að leikirnir röðuðust þétt upp hjá okkur og við höfum lent í meiðslum og skakkaföllum þannig þetta er erfið törn fyrir okkur framundan en þetta er hárrétt, við ætlum að fara inn í leikinn á miðvikudaginn í bikarnum til þess að vinna hann og fara síðan í næstu umferð. Síðan eftir það skoðum við hvernig við ætlum að ná í 3 stig á móti Keflavík."

Jóhannes heldur áfram,
„Þetta er álag en það breytir ekki að við eigum að gera betur en það sem við erum að sýna en þetta er rosalega svekkjandi að í miðju íslandsmóti skildi vera sett upp eitthvað hraðmót og frí, svo lendir það á einhverjum fáum liðum að þurfa að spila mjög þétt á meðan önnur lið eru ekki að spila eins þétt. Það er ósanngjarnt en það breytir ekki að við eigum að gera mikið betur."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner