Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   sun 20. júní 2021 21:04
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Jói Kalli: Vond tilfinning að leikurinn hafi endað svona
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ekki vel. Við vorum klaufar í varnarleiknum okkar og vorum að gefa alltof oft auðveld sóknartækifæri á okkur, gefa boltann frá okkur og ekki nógu grimmir og ákafir í varnarfærslunum. Eftir góða byrjun, að komast 1-0 yfir svona snemma í leiknum þá er líka svolítið vond tilfinning að leikurinn hafi endað svona. Við vorum rægir og passívir eftir að við skorum fyrsta markið og þorum ekki að fylgja því eftir." segir Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA svekktur eftir 3-1 tap á Wurth vellinum í Árbænum í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 ÍA

ÍA á næstu leiki gegn Fram í Mjólkurbikarnum og stuttu eftir það gegn Keflavík í deildinni. Þetta verða þeirra þriðji og fjórði leikur á 12 daga millibili og telur Jói þetta álag á sína menn hafa áhrif en á sama tíma vill hann sigra úr þessum tveim leikjum.

„Það er bikarinn núna á miðvikudaginn en við vorum settir í þá stöðu eftir þetta landsleikjahlé að leikirnir röðuðust þétt upp hjá okkur og við höfum lent í meiðslum og skakkaföllum þannig þetta er erfið törn fyrir okkur framundan en þetta er hárrétt, við ætlum að fara inn í leikinn á miðvikudaginn í bikarnum til þess að vinna hann og fara síðan í næstu umferð. Síðan eftir það skoðum við hvernig við ætlum að ná í 3 stig á móti Keflavík."

Jóhannes heldur áfram,
„Þetta er álag en það breytir ekki að við eigum að gera betur en það sem við erum að sýna en þetta er rosalega svekkjandi að í miðju íslandsmóti skildi vera sett upp eitthvað hraðmót og frí, svo lendir það á einhverjum fáum liðum að þurfa að spila mjög þétt á meðan önnur lið eru ekki að spila eins þétt. Það er ósanngjarnt en það breytir ekki að við eigum að gera mikið betur."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner