Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   sun 20. júní 2021 21:04
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Jói Kalli: Vond tilfinning að leikurinn hafi endað svona
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ekki vel. Við vorum klaufar í varnarleiknum okkar og vorum að gefa alltof oft auðveld sóknartækifæri á okkur, gefa boltann frá okkur og ekki nógu grimmir og ákafir í varnarfærslunum. Eftir góða byrjun, að komast 1-0 yfir svona snemma í leiknum þá er líka svolítið vond tilfinning að leikurinn hafi endað svona. Við vorum rægir og passívir eftir að við skorum fyrsta markið og þorum ekki að fylgja því eftir." segir Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA svekktur eftir 3-1 tap á Wurth vellinum í Árbænum í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 ÍA

ÍA á næstu leiki gegn Fram í Mjólkurbikarnum og stuttu eftir það gegn Keflavík í deildinni. Þetta verða þeirra þriðji og fjórði leikur á 12 daga millibili og telur Jói þetta álag á sína menn hafa áhrif en á sama tíma vill hann sigra úr þessum tveim leikjum.

„Það er bikarinn núna á miðvikudaginn en við vorum settir í þá stöðu eftir þetta landsleikjahlé að leikirnir röðuðust þétt upp hjá okkur og við höfum lent í meiðslum og skakkaföllum þannig þetta er erfið törn fyrir okkur framundan en þetta er hárrétt, við ætlum að fara inn í leikinn á miðvikudaginn í bikarnum til þess að vinna hann og fara síðan í næstu umferð. Síðan eftir það skoðum við hvernig við ætlum að ná í 3 stig á móti Keflavík."

Jóhannes heldur áfram,
„Þetta er álag en það breytir ekki að við eigum að gera betur en það sem við erum að sýna en þetta er rosalega svekkjandi að í miðju íslandsmóti skildi vera sett upp eitthvað hraðmót og frí, svo lendir það á einhverjum fáum liðum að þurfa að spila mjög þétt á meðan önnur lið eru ekki að spila eins þétt. Það er ósanngjarnt en það breytir ekki að við eigum að gera mikið betur."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner