Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 21. maí 2024 22:40
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA virtist nokkuð sáttur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli við Fram í Úlfarsárdalnum. Leikurinn var mjög opinn og í raun ótrúlegt að það hafi ekki verið skorað fleiri mörk.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  1 ÍA

„Það voru færi á báða bóga og ég held að á endanum hafi þetta verið sanngjörn niðurstaða í stórskemmtilegum leik, og virkilega vel spilaður af báðum liðum."

Framarar voru fyrsta liðið til að skora í leiknum. Það hafði gengið illa fyrir Skagamenn að klára færinn þannig það hefur verið vont að fá það mark í andlitið.

„Algjörlega" Segir Jón þegar hann var spurður hvort það hefði farið um hann þegar mark Framara kom. „Ég held að engu liði hafi tekist það í sumar að komast til baka eftir að Fram kemst yfir í leikjum þeirra í sumar. Ég er gríðarlega ánægður með mína menn í því. Við hefðum svo getað tryggt okkur sigurinn eftir jöfnunarmarkið okkar, og bæði lið pressuðu stíft að ná þessu sigurmarki, en það gekk ekki."

Árni Marinó markvörður Skagamanna stóð sig frábærlega í leiknum og hefur byrjað tímabilið mjög vel.

„Ég er bara gríðarlega ánægður með hann, þessi markvarsla hérna í restina var náttúrulega bara stórkostleg, ekkert minna en það. Hann bjargaði stigi fyrir okkur hérna í dag. Mér fannst hann vera besti markmaðurinn í Lengjudeildinni í fyrra, þannig að ég er mjög ánægður með Árna Marinó. Hans vegferð, hann er að vinna í og bæta skref fyrir skref, sinn leik, og þá þætti sem hann þarf að bæta í sínum leik, og hefur fengið traust og tíma til þess hjá okkur. Þannig að við treystum á það að hann haldi áfram að stíga þau skref. Hann var frábær hérna í dag ásamt öllu liðinu."

Viktor Jónsson var aftur á markaskorunarlistanum í dag og er markahæsti leikmaður deildarinnar. Það voru spurningamerki um hann fyrir tímabil hvort hann gæti skorað mörk í efstu deild en þær spurningar eru líkast til svaraðar.

„Það var einhver tilbúningur í þeirri umræðu. Það vita allir að Viktor er stórkostlegur senter, og hefur verið bara gríðarlega óheppinn með meiðsli þau ár sem hann hefur leikið í efstu deild með ÍA. Hann hefur brotnað hér og þar, og svona slys í raun og veru. Við vorum allan tíman sannfærðir um það að Viktor myndi ef á annað borð hann héldist heill, myndi hann skora mörk. Alveg eins og hann gerði í fyrra, og heldur því áfram núna. Bara stórkostlegur leikmaður og frábær náungi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner