Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   þri 21. maí 2024 22:40
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA virtist nokkuð sáttur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli við Fram í Úlfarsárdalnum. Leikurinn var mjög opinn og í raun ótrúlegt að það hafi ekki verið skorað fleiri mörk.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  1 ÍA

„Það voru færi á báða bóga og ég held að á endanum hafi þetta verið sanngjörn niðurstaða í stórskemmtilegum leik, og virkilega vel spilaður af báðum liðum."

Framarar voru fyrsta liðið til að skora í leiknum. Það hafði gengið illa fyrir Skagamenn að klára færinn þannig það hefur verið vont að fá það mark í andlitið.

„Algjörlega" Segir Jón þegar hann var spurður hvort það hefði farið um hann þegar mark Framara kom. „Ég held að engu liði hafi tekist það í sumar að komast til baka eftir að Fram kemst yfir í leikjum þeirra í sumar. Ég er gríðarlega ánægður með mína menn í því. Við hefðum svo getað tryggt okkur sigurinn eftir jöfnunarmarkið okkar, og bæði lið pressuðu stíft að ná þessu sigurmarki, en það gekk ekki."

Árni Marinó markvörður Skagamanna stóð sig frábærlega í leiknum og hefur byrjað tímabilið mjög vel.

„Ég er bara gríðarlega ánægður með hann, þessi markvarsla hérna í restina var náttúrulega bara stórkostleg, ekkert minna en það. Hann bjargaði stigi fyrir okkur hérna í dag. Mér fannst hann vera besti markmaðurinn í Lengjudeildinni í fyrra, þannig að ég er mjög ánægður með Árna Marinó. Hans vegferð, hann er að vinna í og bæta skref fyrir skref, sinn leik, og þá þætti sem hann þarf að bæta í sínum leik, og hefur fengið traust og tíma til þess hjá okkur. Þannig að við treystum á það að hann haldi áfram að stíga þau skref. Hann var frábær hérna í dag ásamt öllu liðinu."

Viktor Jónsson var aftur á markaskorunarlistanum í dag og er markahæsti leikmaður deildarinnar. Það voru spurningamerki um hann fyrir tímabil hvort hann gæti skorað mörk í efstu deild en þær spurningar eru líkast til svaraðar.

„Það var einhver tilbúningur í þeirri umræðu. Það vita allir að Viktor er stórkostlegur senter, og hefur verið bara gríðarlega óheppinn með meiðsli þau ár sem hann hefur leikið í efstu deild með ÍA. Hann hefur brotnað hér og þar, og svona slys í raun og veru. Við vorum allan tíman sannfærðir um það að Viktor myndi ef á annað borð hann héldist heill, myndi hann skora mörk. Alveg eins og hann gerði í fyrra, og heldur því áfram núna. Bara stórkostlegur leikmaður og frábær náungi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner