Óttar Magnús Karlsson, framherji Víkings R., spilaði sinn síðasta heimaleik fyrir félagið í 1-1 jafntefli gegn HK í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Óttar er að ganga til liðs við Venezia í næst efstu deild á Ítalíu.
„Ég er svekktur að hafa ekki unnið þennan leik. Það er langt síðan að við unnum síðast og það hefði verið kærkomið að sækja þrjú stig, en því miður gekk það ekki í kvöld." sagði Óttar Magnús eftir leikinn.
„Ég er svekktur að hafa ekki unnið þennan leik. Það er langt síðan að við unnum síðast og það hefði verið kærkomið að sækja þrjú stig, en því miður gekk það ekki í kvöld." sagði Óttar Magnús eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 1 HK
Staðan var markalaus þegar að flautað var til hálfleiks en þá höfðu bæði lið fengið nokkur góð tækifæri til að skora.
„Við vorum að skapa mikið af færum en mér fannst við ekki hafa trú á því að boltinn sé að fara inn á síðasta þriðjungnum. Það vantar aðeins herslumuninn og trúnna en menn eru að leggja á sig og þetta fer að smella."
Það hefur legið í loftinu í einhvern tíma að Óttar sé á leið til Venezia og staðfesti hann það eftir leikinn í dag að hann muni fljúga til Ítalíu í þessari viku.
„Mér lýst mjög vel á það verkefni. Það er sárt að skilja við Víkinga í þessari stöðu og ég hefði viljað enda þetta betur. En ég fer út fullur sjálfstrausts og er mjög spenntur fyrir þessu." sagði Óttar um félagsskiptin.
Nánar er rætt við Óttar Magnús í spilaranum að ofan.
Athugasemdir