Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mán 21. september 2020 22:47
Kristófer Jónsson
Óttar Magnús um Venezia: Sárt að skilja við Víking í þessari stöðu
Óttar Magnús er á leið til Ítalíu
Óttar Magnús er á leið til Ítalíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttar Magnús Karlsson, framherji Víkings R., spilaði sinn síðasta heimaleik fyrir félagið í 1-1 jafntefli gegn HK í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Óttar er að ganga til liðs við Venezia í næst efstu deild á Ítalíu.

„Ég er svekktur að hafa ekki unnið þennan leik. Það er langt síðan að við unnum síðast og það hefði verið kærkomið að sækja þrjú stig, en því miður gekk það ekki í kvöld." sagði Óttar Magnús eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 HK

Staðan var markalaus þegar að flautað var til hálfleiks en þá höfðu bæði lið fengið nokkur góð tækifæri til að skora.

„Við vorum að skapa mikið af færum en mér fannst við ekki hafa trú á því að boltinn sé að fara inn á síðasta þriðjungnum. Það vantar aðeins herslumuninn og trúnna en menn eru að leggja á sig og þetta fer að smella."

Það hefur legið í loftinu í einhvern tíma að Óttar sé á leið til Venezia og staðfesti hann það eftir leikinn í dag að hann muni fljúga til Ítalíu í þessari viku.

„Mér lýst mjög vel á það verkefni. Það er sárt að skilja við Víkinga í þessari stöðu og ég hefði viljað enda þetta betur. En ég fer út fullur sjálfstrausts og er mjög spenntur fyrir þessu." sagði Óttar um félagsskiptin.

Nánar er rætt við Óttar Magnús í spilaranum að ofan.
Athugasemdir