Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 25. ágúst 2021 21:31
Brynjar Ingi Erluson
Elísa: Við höfum aldrei litið til baka eftir þá skitu
Kvenaboltinn
Elísa Viðarsdóttir ásamt liðsfélögum sínum. Tólfti titill Vals í höfn!
Elísa Viðarsdóttir ásamt liðsfélögum sínum. Tólfti titill Vals í höfn!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir vendipunkt sumarsins hafa verið þegar liðið tapaði 7-3 gegn Breiðabliki í byrjun mótsins en síðan þá hefur liðið ekki tapað leik og fagnaði í kvöld tólfta Íslandsmeistaratitlinum.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Tindastóll

Valur hefur verið gríðarlega sannfærandi frá tapinu gegn Blikum en liðið hefur síðan þá unnið tíu leiki og gert eitt jafntefli.

Tvær umferðir eru eftir af mótinu en Valur tókst að tryggja titilinn í kvöld með 6-1 sigri á Tindastól.

„Mér líður ólýsanlega. Við mættum í leikinn frá fyrstu mínútu og vorum staðráðnar í því að klára leikinn í dag og það gekk svona ljómandi vel upp," sagði Elísa við Fótbolta.net

„Við spiluðum vel, góðan sóknarbolta og þéttar til baka. Það skilaði sex mörkum og eins og ég sagði þá vorum við staðráðnar í að klára þetta í dag og það með stæl."

„Það er alltaf bónus ef maður nær að halda hreinu en svona gerist af og til. Það skiptir okkur ekki máli þegar uppi er staðið."


Vendipunkturinn var tapaði gegn Blikum á Origo-vellinum þegar Blikar unnu 7-3 sigur. Það kveikti í Völsurum.

„Mér finnst hann vinnast þegar við drulluðum við upp á bak á móti Breiðabliki á heimavelli þá snérum við blaðinu gjörsamlega við. Við höfum aldrei litið til baka eftir þá skitu,"

Elísa verður samningslaus eftir þetta tímabil en framtíðin er ekki ráðin. Ef það koma upp áhugaverð tækifæri erlendis þá gæti hún vel hugsað sér að skoða það.

„Það er óljóst. Ég er samningslaus og það verður að koma í ljós."

„Maður veit aldrei. Ef það er eitthvað spennandi sem kemur upp þá skoðar maður það en mér líður gríðarlega vel í Val og ánægð hér. Ég er að bæta mig sem leikmaður og við verðum að sjá hvað gerist,"
sagði hún í lokin.
Athugasemdir