PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   lau 25. september 2021 17:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Viðbrögðin úr stúkunni voru fáránleg
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var auðvitað hress og kátur eftir 3-2 sigur á Keflavík í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. ÍA náði að halda sæti sínu í efstu deild með sigrinum.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 ÍA

Skagamenn lentu 2-0 undir á 63. mínútu, en 12 mínútum síðar voru gestirnir af Akranesi komnir í forystu. Magnaður viðsnúningur.

„Þetta er svolítið mögnuð tilfinning. Leikurinn var skrítinn, hvernig hann þróaðist. Við vorum með mikla yfirburði í fyrri hálfleik, fengum víti og fullt af færum til að skora. Svo neglir Ástbjörn boltanum í vinkillinn seint í fyrri hálfleik. Við vorum með mikla yfirburði og spiluðum fínan fótbolta. Hlutirnir virtust ekki vera að detta með okkur," sagði Jói Kalli.

„Við lendum 2-0 undir með sjálfsmarki. Karakterinn sem þessir gæjar sýna, þetta er ótrúlegt. Ég er búinn að segja það í allt sumar að ég hef gríðarlega mikla trú á þessum strákum og þeir sönnuðu það fyrir öllum landsmönnum að þeir eru magnaðir gæjar. Magnaðir gæjar!"

„Viðbrögðin sem við fengum úr stúkunni þegar Alex Davey skorar voru fáránleg. Þegar við vorum 2-0 undir, þá var fólkið enn að styðja okkur. Auðvitað skiptir þetta máli, að fólkið standi svona á bak við okkur," sagði Jói Kalli.

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner