Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   lau 25. september 2021 17:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Viðbrögðin úr stúkunni voru fáránleg
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var auðvitað hress og kátur eftir 3-2 sigur á Keflavík í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. ÍA náði að halda sæti sínu í efstu deild með sigrinum.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 ÍA

Skagamenn lentu 2-0 undir á 63. mínútu, en 12 mínútum síðar voru gestirnir af Akranesi komnir í forystu. Magnaður viðsnúningur.

„Þetta er svolítið mögnuð tilfinning. Leikurinn var skrítinn, hvernig hann þróaðist. Við vorum með mikla yfirburði í fyrri hálfleik, fengum víti og fullt af færum til að skora. Svo neglir Ástbjörn boltanum í vinkillinn seint í fyrri hálfleik. Við vorum með mikla yfirburði og spiluðum fínan fótbolta. Hlutirnir virtust ekki vera að detta með okkur," sagði Jói Kalli.

„Við lendum 2-0 undir með sjálfsmarki. Karakterinn sem þessir gæjar sýna, þetta er ótrúlegt. Ég er búinn að segja það í allt sumar að ég hef gríðarlega mikla trú á þessum strákum og þeir sönnuðu það fyrir öllum landsmönnum að þeir eru magnaðir gæjar. Magnaðir gæjar!"

„Viðbrögðin sem við fengum úr stúkunni þegar Alex Davey skorar voru fáránleg. Þegar við vorum 2-0 undir, þá var fólkið enn að styðja okkur. Auðvitað skiptir þetta máli, að fólkið standi svona á bak við okkur," sagði Jói Kalli.

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner