Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   lau 25. september 2021 17:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Viðbrögðin úr stúkunni voru fáránleg
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var auðvitað hress og kátur eftir 3-2 sigur á Keflavík í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. ÍA náði að halda sæti sínu í efstu deild með sigrinum.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 ÍA

Skagamenn lentu 2-0 undir á 63. mínútu, en 12 mínútum síðar voru gestirnir af Akranesi komnir í forystu. Magnaður viðsnúningur.

„Þetta er svolítið mögnuð tilfinning. Leikurinn var skrítinn, hvernig hann þróaðist. Við vorum með mikla yfirburði í fyrri hálfleik, fengum víti og fullt af færum til að skora. Svo neglir Ástbjörn boltanum í vinkillinn seint í fyrri hálfleik. Við vorum með mikla yfirburði og spiluðum fínan fótbolta. Hlutirnir virtust ekki vera að detta með okkur," sagði Jói Kalli.

„Við lendum 2-0 undir með sjálfsmarki. Karakterinn sem þessir gæjar sýna, þetta er ótrúlegt. Ég er búinn að segja það í allt sumar að ég hef gríðarlega mikla trú á þessum strákum og þeir sönnuðu það fyrir öllum landsmönnum að þeir eru magnaðir gæjar. Magnaðir gæjar!"

„Viðbrögðin sem við fengum úr stúkunni þegar Alex Davey skorar voru fáránleg. Þegar við vorum 2-0 undir, þá var fólkið enn að styðja okkur. Auðvitað skiptir þetta máli, að fólkið standi svona á bak við okkur," sagði Jói Kalli.

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner