Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
Siggi Höskulds svekktur: Ekki alveg búinn að ná stjórn á tilfinningunum
Skrítið að sjá boltann í netinu - „Áttaði mig ekki á því hvort boltinn myndi drífa yfir línuna"
Ekki fallegasta markið - „Hjartað mitt stoppaði"
Sér ekki eftir skiptunum til Arsenal - „Vona að ég átti mig meira á því seinna"
Skoraði fjögur mörk í kvöld - „Hef reyndar skorað sex mörk áður“
Perry Mclachlan: Betra liðið vann
Óli Kristjáns: Ágætis nýting hjá henni
„Held að hann hafi tekið ákvörðunina út frá pressu áhorfenda"
Katrín komin til baka: Í fyrsta skipti að upplifa svona mikla samkeppni
Nik eftir enn einn sigurleikinn: Gefur mér meiri hausverk
Arnór Ingvi: Getum ekki komið tveimur dögum seinna og látið rústa okkur
Sverrir hrósaði Valgeiri - „Ekki auðveldar aðstæður"
Stefán Teitur svekktur að skora ekki - „Tekur þetta með litla puttanum"
Kristian Hlyns: Holland getur farið alla leið á EM
Van Dijk eins og Rolls Royce - „Gefur þeim sjálfstraust eftir að þeir sáu að við unnum England"
Daníel fer líklega á láni í sumar - „Ég segi bara takk við hann"
Gylfi Sig: Ég á eftir að spila í einhver ár í viðbót
Ásgeir Páll: Getum bara verið stoltir af frammistöðunni
Adam Ægir: Maður er athyglissjúkur
Haraldur Freyr: Fórum með þetta eins langt og hægt var
   sun 26. maí 2024 20:08
Sölvi Haraldsson
Eyjó Héðins: Frábær kvöldstund fyrir okkur Kópavogsbúa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara virkilega góður sigur.“ sagði Eyjólfur Héðinsson, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, eftir 4-1 sigur á útivelli gegn Fram.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  4 Breiðablik

Fyrir leikinn var Fram einungis búnir að fá á sig 5 mörk en Eyjólfur er virkilega ánægður að hafa skorað fjögur mörk á móti þeim í dag.

Ekki spurning. Þeir eru ofboðslega þéttir og skipulagðir varnarlega. En við áttum rúmlega 20 skot á markið í leiknum og flest úr góðum færum. Við gerðum eitthvað rétt sóknarlega og vorum sterkir varnarlega í dag.“

Það voru margir á því að leikurinn í dag hafi ekki verið 4-1 leikur en Eyjólfur var ósammála því og bakkaði það upp með gögnum úr leiknum.

Ef þú skoðar XG-ið þá var þetta 4-1 leikur en það er takmarkað hægt að taka mark á því. Við vorum einnig með fleiri skot og miklu meira með boltann. En það hefur svosem verið leikurinn hjá þeim líka í sumar. Þeir eru ekkert að stressa sig þótt staðan er 0-0 og þeir minna með boltann.

Í upphafi seinni hálfleik virtust Blikar átt að fá vítaspyrnu og voru allt annað en sáttir. Eyjólfur segist ekki hafa séð atvikið nógu vel til að meta það hvort þetta hafi verið víti eða ekki.

Mér skilst eftir leik að menn hafi veirð að tala um það að þetta hafi verið víti. En ég verð að viðurkenna að ég sá þetta ekki nógu vel.“

Ísak Snær skoraði sitt fyrsta mark í sumar í dag. Eyjólfur var virkilega ánægður með það en hann er einnig mjög ánægður með það hvernig hans menn hafa komið inn á af bekknum.

Jú og þeir sem komu inn á stóðu sig mjög vel. Það hefur verið gangurinn hjá okkur að þeir sem hafa komið inn á standa sig mjög vel. Síðan erum við að fá menn til baka úr meiðslum, hópurinn er að þéttast og styrkjast þannig við verðum bara betri þegar það líður á.“

Næsti leikur Blika er risaleikur er þeir mæta Víkingum næsta fimmtudag.

Við komum fullir sjálfstraust inn í leikinn. Það hefur gengið vel í undanförnum leikjum. Þeir eru á mjög góðu skriði og við höfum harma að hefna. Það er mikil tilhlökkun að mæta þeim.

Eyjólfur segir það svo að lokum að það hafi verið gaman að eyða kvöldinu í Úlfarsárdalnum.

„Bara gaman að koma hérna í Úlfarsárdal. Frábærar aðstæður og stemning á vellinum. Frábær kvöldstund fyrir okkur Kópavogsbúa.“ sagði Eyjólfur að lokum.

Viðtalið við Eyjólf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner