Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
banner
   sun 27. september 2020 19:45
Anton Freyr Jónsson
Hattrick Grímsi: Leit svo vel út í mómentinu
Hallgrímur Mar Steingrímsson sóknarmaður KA
Hallgrímur Mar Steingrímsson sóknarmaður KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði þrennu í dag og fór á kostum í 4-2 sigri KA á Gróttu á Vivaldivellinum í dag.

„Bara drullu gott að ná í þrjú stig og slíta okkur frá neðstu tveimur sætunum vel. Þannig ég er mjög sáttur með þrjú stigin."

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  4 KA

Hvernig fannst Hallgrími leikurinn spilast?

„Bara vel svona heilt yfir. í seinni hálfleik fannst mér við full værukærir og létum þá koma heldur mikið á okkur sem endaði með því að þeir fengu víti, sem ég held að hafi ekki verið víti en við buðum upp á það með kæruleysi í okkur en sem betur fer setti Steindi í 3-1 og þá var þetta aðeins þægilegra og við náum að sigla þessu heim."

Hallgrímur Mar Steingímsson fékk gullið tækifæri til að setja þrennuna í fyrri hálfleik en klúðraði því.

„Já, ég var eiginlega búin að hugsa um hann inni, ég veit ekki hvort það hafi skemmt fyrir, þetta leit svo vel út í momentinu þannig því miður þá slæsaði ég hann aðeins of mikið."

KA menn með þessum sigri eru komnir vel frá fallsvæðinu og var Hallgrímur spurður hvort liðið væri búið að setja sér ný markmið fyrir síðustu leikina í deildinni.

„Nei í rauninni ekki, við ætlum auðvitað bara að reyna fá eins mörg stig og við getum og það er kannski komin aðeins minni pressa núna vegna þess að við erum komnir frá botninum þannig það er engin ástæða að gefa eftir og við ætlum að fara eins ofarlega og við getum."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjíonvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir