Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   sun 27. september 2020 19:45
Anton Freyr Jónsson
Hattrick Grímsi: Leit svo vel út í mómentinu
Hallgrímur Mar Steingrímsson sóknarmaður KA
Hallgrímur Mar Steingrímsson sóknarmaður KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði þrennu í dag og fór á kostum í 4-2 sigri KA á Gróttu á Vivaldivellinum í dag.

„Bara drullu gott að ná í þrjú stig og slíta okkur frá neðstu tveimur sætunum vel. Þannig ég er mjög sáttur með þrjú stigin."

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  4 KA

Hvernig fannst Hallgrími leikurinn spilast?

„Bara vel svona heilt yfir. í seinni hálfleik fannst mér við full værukærir og létum þá koma heldur mikið á okkur sem endaði með því að þeir fengu víti, sem ég held að hafi ekki verið víti en við buðum upp á það með kæruleysi í okkur en sem betur fer setti Steindi í 3-1 og þá var þetta aðeins þægilegra og við náum að sigla þessu heim."

Hallgrímur Mar Steingímsson fékk gullið tækifæri til að setja þrennuna í fyrri hálfleik en klúðraði því.

„Já, ég var eiginlega búin að hugsa um hann inni, ég veit ekki hvort það hafi skemmt fyrir, þetta leit svo vel út í momentinu þannig því miður þá slæsaði ég hann aðeins of mikið."

KA menn með þessum sigri eru komnir vel frá fallsvæðinu og var Hallgrímur spurður hvort liðið væri búið að setja sér ný markmið fyrir síðustu leikina í deildinni.

„Nei í rauninni ekki, við ætlum auðvitað bara að reyna fá eins mörg stig og við getum og það er kannski komin aðeins minni pressa núna vegna þess að við erum komnir frá botninum þannig það er engin ástæða að gefa eftir og við ætlum að fara eins ofarlega og við getum."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjíonvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner