29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 27. september 2020 19:45
Anton Freyr Jónsson
Hattrick Grímsi: Leit svo vel út í mómentinu
Hallgrímur Mar Steingrímsson sóknarmaður KA
Hallgrímur Mar Steingrímsson sóknarmaður KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði þrennu í dag og fór á kostum í 4-2 sigri KA á Gróttu á Vivaldivellinum í dag.

„Bara drullu gott að ná í þrjú stig og slíta okkur frá neðstu tveimur sætunum vel. Þannig ég er mjög sáttur með þrjú stigin."

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  4 KA

Hvernig fannst Hallgrími leikurinn spilast?

„Bara vel svona heilt yfir. í seinni hálfleik fannst mér við full værukærir og létum þá koma heldur mikið á okkur sem endaði með því að þeir fengu víti, sem ég held að hafi ekki verið víti en við buðum upp á það með kæruleysi í okkur en sem betur fer setti Steindi í 3-1 og þá var þetta aðeins þægilegra og við náum að sigla þessu heim."

Hallgrímur Mar Steingímsson fékk gullið tækifæri til að setja þrennuna í fyrri hálfleik en klúðraði því.

„Já, ég var eiginlega búin að hugsa um hann inni, ég veit ekki hvort það hafi skemmt fyrir, þetta leit svo vel út í momentinu þannig því miður þá slæsaði ég hann aðeins of mikið."

KA menn með þessum sigri eru komnir vel frá fallsvæðinu og var Hallgrímur spurður hvort liðið væri búið að setja sér ný markmið fyrir síðustu leikina í deildinni.

„Nei í rauninni ekki, við ætlum auðvitað bara að reyna fá eins mörg stig og við getum og það er kannski komin aðeins minni pressa núna vegna þess að við erum komnir frá botninum þannig það er engin ástæða að gefa eftir og við ætlum að fara eins ofarlega og við getum."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjíonvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner