Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
banner
   sun 27. september 2020 17:11
Baldvin Már Borgarsson
Óli Skúla hrósar dómaranum: Rekur bara olnbogann í andlitið á mér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason var sáttur að leikslokum eftir gríðarlega dramatískan 2-1 sigur gegn KR á Meistaravöllum fyrr í dag.

Ólafur Ingi var í brennidepli í lok leiks þar sem hann fiskaði vítaspyrnu og rautt spjald á Beiti sem kastaði boltanum í leik en rak höndina í andlitið á Óla í kjölfarið, við tók svakaleg atburðarás sem endaði með vítaspyrnu og rauðu spjaldi á Beiti, Sam Hewson skoraði á Guðjón Orra í marki KR og innsiglaði þar með sigur Fylkis.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Fylkir

„Öll þrjú stig eru góð, sérstaklega á útivelli. Erfiðar aðstæður í dag, blautur og þungur völlur, erfitt að spila samba bolta en þrjú stigin eru sæt.''

Völlurinn var gríðarlega blautur og mynduðust pollar sem höfðu áhrif á leikinn, fannst Óla aðstæðurnar boðlegar?

„Það má alveg deila um það en þetta er bara staðan. Við búum bara hérna á norðurhveli jarðar og við svosem vitum það að þetta getur gerst þegar við spilum á grasvöllum sem drena ekki vel.''

Undirritaður fékk Ólaf Inga til að fara aðeins í gegnum atburðarásina í lok leiks þar sem hann á í viðskiptum við Beiti sem endaði með vítaspyrnu og rauðu spjaldi á Beiti.

„Mín upplifun er bara þannig að boltinn kemur fyrir og ég held að einhver nái að snerta hann áður en Beitir grípur, mín hugmynd var bara að reyna að trufla hann í útkastinu svo að þeir færu ekki hratt upp völlinn, ég lendi svona fyrir aftan hann og er að reyna að trufla hann í bakinu og hann kastar boltanum út og svo rekur hann bara olnbogann í andlitið á mér, beint í nefið og ég held að það sé alveg á hreinu að þetta sé ekki eðlileg hreyfing hjá honum. Hann ætlaði greinilega eitthvað að reyna að svara fyrir sig eða ég veit ekki hvað, þetta er allavega ekki náttúruleg hreyfing svona löngu eftir að hann kastar boltanum út, ég hrósa bara dómaranum fyrir að hafa séð þetta því þetta er bara hárréttur dómur.''

Var upprunaleg hugsun Óla að reyna að stöðva hraða sókn fyrir höfuðhögg eða var hann að sækjast eftir víti og rauðu?

„Ég var náttúrulega ekki að reyna að fá neitt, ég var bara að reyna að stoppa hann í að kasta fljótt út og stoppa hraða sókn, það var það sem ég var að reyna. En ef þú rekur hendurnar í andlitið á mótherja, er það ekki samkvæmt reglunum rautt og víti ef það gerist innan vítateigs?'' Spyr Óli á móti.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner