Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mán 27. september 2021 18:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Láki: Finnst Þór þurfa á mér að halda núna
Lengjudeildin
Þorlákur Árnason
Þorlákur Árnason
Mynd: Thorsport/Palli Jó
Þorlákur Árnason skrifaði í dag undir samning við Þór og verður þjálfari meistaraflokks karla næstu þrjú árin. Fótbolti.net ræddi við Þorlák í dag og spurði hann út í tíðindin.

„Mér líst rosalega vel á þetta. Þetta gerðist frekar hratt og ég er mjög ánægður með að vera mættur á Akureyri," sagði Láki.

„Ég hitti nokkur félög og þegar ég hitti Þór þá tikkaði allt saman, það sem þeir vildu gera og það sem ég var að hugsa. Ég fór eiginlega eftir hjartanu í þetta skiptið, ekki eftir heilanum. Það var ofboðslega mikil ástríða í Þórsurum og mig langaði að taka þátt í því."

Var eitthvað sérstakt sem heillaði við Þór? „Mér fannst Þór þurfa á mér að halda núna. Maður hittir kannski félög og kannski þurfa þau ekki á manni að halda. Þór er með mikið af ungum leikmönnum, spennandi leikmönnum og þetta er eiginlega hvítt autt blað. Það eru hlutir í umgjörðinni sem mig langar að koma inn með. Mér fannst þetta frábært tækifæri fyrir mig."

Það hefur verið mikið rót á þjálfaramálum hjá Þór. Finnst þér þörfin á því að fá þig inn liggja í því að fá reyndan utanaðkomandi aðila í félagið?

„Nei, ég er ekki að setja mig á einhvern háan hest. Það hafa verið frábærir menn hérna á undan. Maður þekkir Palla, Orra og Lárus Orra. Þetta eru frábærir Þórsarar sem hafa skilað góðu starfi. Orri spilaði á mörgum ungum leikmönnum í sumar og þvílík virðing á það. Þegar ég var að miða Þór við þessi félög sem ég var að hitta þá var Þór með plan: 'þetta er það sem við viljum gera, við höldum að þú sért rétti maðurinn'. Þegar ég fór að skoða það þá fannst mér ég vera rétti maðurinn í starfið," sagði Láki.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner
banner