Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   mán 27. september 2021 18:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Láki: Finnst Þór þurfa á mér að halda núna
Lengjudeildin
Þorlákur Árnason
Þorlákur Árnason
Mynd: Thorsport/Palli Jó
Þorlákur Árnason skrifaði í dag undir samning við Þór og verður þjálfari meistaraflokks karla næstu þrjú árin. Fótbolti.net ræddi við Þorlák í dag og spurði hann út í tíðindin.

„Mér líst rosalega vel á þetta. Þetta gerðist frekar hratt og ég er mjög ánægður með að vera mættur á Akureyri," sagði Láki.

„Ég hitti nokkur félög og þegar ég hitti Þór þá tikkaði allt saman, það sem þeir vildu gera og það sem ég var að hugsa. Ég fór eiginlega eftir hjartanu í þetta skiptið, ekki eftir heilanum. Það var ofboðslega mikil ástríða í Þórsurum og mig langaði að taka þátt í því."

Var eitthvað sérstakt sem heillaði við Þór? „Mér fannst Þór þurfa á mér að halda núna. Maður hittir kannski félög og kannski þurfa þau ekki á manni að halda. Þór er með mikið af ungum leikmönnum, spennandi leikmönnum og þetta er eiginlega hvítt autt blað. Það eru hlutir í umgjörðinni sem mig langar að koma inn með. Mér fannst þetta frábært tækifæri fyrir mig."

Það hefur verið mikið rót á þjálfaramálum hjá Þór. Finnst þér þörfin á því að fá þig inn liggja í því að fá reyndan utanaðkomandi aðila í félagið?

„Nei, ég er ekki að setja mig á einhvern háan hest. Það hafa verið frábærir menn hérna á undan. Maður þekkir Palla, Orra og Lárus Orra. Þetta eru frábærir Þórsarar sem hafa skilað góðu starfi. Orri spilaði á mörgum ungum leikmönnum í sumar og þvílík virðing á það. Þegar ég var að miða Þór við þessi félög sem ég var að hitta þá var Þór með plan: 'þetta er það sem við viljum gera, við höldum að þú sért rétti maðurinn'. Þegar ég fór að skoða það þá fannst mér ég vera rétti maðurinn í starfið," sagði Láki.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner