Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   mán 27. september 2021 18:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Láki: Finnst Þór þurfa á mér að halda núna
Lengjudeildin
Þorlákur Árnason
Þorlákur Árnason
Mynd: Thorsport/Palli Jó
Þorlákur Árnason skrifaði í dag undir samning við Þór og verður þjálfari meistaraflokks karla næstu þrjú árin. Fótbolti.net ræddi við Þorlák í dag og spurði hann út í tíðindin.

„Mér líst rosalega vel á þetta. Þetta gerðist frekar hratt og ég er mjög ánægður með að vera mættur á Akureyri," sagði Láki.

„Ég hitti nokkur félög og þegar ég hitti Þór þá tikkaði allt saman, það sem þeir vildu gera og það sem ég var að hugsa. Ég fór eiginlega eftir hjartanu í þetta skiptið, ekki eftir heilanum. Það var ofboðslega mikil ástríða í Þórsurum og mig langaði að taka þátt í því."

Var eitthvað sérstakt sem heillaði við Þór? „Mér fannst Þór þurfa á mér að halda núna. Maður hittir kannski félög og kannski þurfa þau ekki á manni að halda. Þór er með mikið af ungum leikmönnum, spennandi leikmönnum og þetta er eiginlega hvítt autt blað. Það eru hlutir í umgjörðinni sem mig langar að koma inn með. Mér fannst þetta frábært tækifæri fyrir mig."

Það hefur verið mikið rót á þjálfaramálum hjá Þór. Finnst þér þörfin á því að fá þig inn liggja í því að fá reyndan utanaðkomandi aðila í félagið?

„Nei, ég er ekki að setja mig á einhvern háan hest. Það hafa verið frábærir menn hérna á undan. Maður þekkir Palla, Orra og Lárus Orra. Þetta eru frábærir Þórsarar sem hafa skilað góðu starfi. Orri spilaði á mörgum ungum leikmönnum í sumar og þvílík virðing á það. Þegar ég var að miða Þór við þessi félög sem ég var að hitta þá var Þór með plan: 'þetta er það sem við viljum gera, við höldum að þú sért rétti maðurinn'. Þegar ég fór að skoða það þá fannst mér ég vera rétti maðurinn í starfið," sagði Láki.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir