Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
banner
   mán 27. september 2021 18:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Láki: Finnst Þór þurfa á mér að halda núna
Lengjudeildin
Þorlákur Árnason
Þorlákur Árnason
Mynd: Thorsport/Palli Jó
Þorlákur Árnason skrifaði í dag undir samning við Þór og verður þjálfari meistaraflokks karla næstu þrjú árin. Fótbolti.net ræddi við Þorlák í dag og spurði hann út í tíðindin.

„Mér líst rosalega vel á þetta. Þetta gerðist frekar hratt og ég er mjög ánægður með að vera mættur á Akureyri," sagði Láki.

„Ég hitti nokkur félög og þegar ég hitti Þór þá tikkaði allt saman, það sem þeir vildu gera og það sem ég var að hugsa. Ég fór eiginlega eftir hjartanu í þetta skiptið, ekki eftir heilanum. Það var ofboðslega mikil ástríða í Þórsurum og mig langaði að taka þátt í því."

Var eitthvað sérstakt sem heillaði við Þór? „Mér fannst Þór þurfa á mér að halda núna. Maður hittir kannski félög og kannski þurfa þau ekki á manni að halda. Þór er með mikið af ungum leikmönnum, spennandi leikmönnum og þetta er eiginlega hvítt autt blað. Það eru hlutir í umgjörðinni sem mig langar að koma inn með. Mér fannst þetta frábært tækifæri fyrir mig."

Það hefur verið mikið rót á þjálfaramálum hjá Þór. Finnst þér þörfin á því að fá þig inn liggja í því að fá reyndan utanaðkomandi aðila í félagið?

„Nei, ég er ekki að setja mig á einhvern háan hest. Það hafa verið frábærir menn hérna á undan. Maður þekkir Palla, Orra og Lárus Orra. Þetta eru frábærir Þórsarar sem hafa skilað góðu starfi. Orri spilaði á mörgum ungum leikmönnum í sumar og þvílík virðing á það. Þegar ég var að miða Þór við þessi félög sem ég var að hitta þá var Þór með plan: 'þetta er það sem við viljum gera, við höldum að þú sért rétti maðurinn'. Þegar ég fór að skoða það þá fannst mér ég vera rétti maðurinn í starfið," sagði Láki.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner