Víðir Garði vann frækinn 2-1 sigur á KFG í úrslitum Fótbolti.net bikarsins eftir að hafa lent 1-0 undir. Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Víðis mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Víðir 2 - 1 KFG
„Tilfinningin er æðisleg, það er þessi umgjörð, það sem er búið að búa til utan um þennan leik sem að gerir þetta svona risastórt og frábært".
Víðir Garði skoraði sigurmarkið á lokamínútum leiksins.
„Ég held að þú hafir bara séð það hvernig fagnaðarlætin voru. Þetta var sturlað. Fyrsti svona leikurinn býður upp á góðan leik, tvö góð lið, jafn leikur og svo kemur „late drama winner", sagan gat ekki verið skrifuð betur."
Hleypir Sveinn strákunum út á lífið í kvöld?
„Nei það er æfing á mánudaginn. Nei að sjálfsögðu þeir mega djamma alla helgina. Lokahóf á morgun, sturlað."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir