Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   þri 29. október 2019 19:00
Hafliði Breiðfjörð
Sísí Lára: Staðráðin að breyta til eftir erfitt sumar
Kvenaboltinn
Sigríður Lára eftir undirskrfitina hjá FH í dag.
Sigríður Lára eftir undirskrfitina hjá FH í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá undirskriftinni í dag.
Frá undirskriftinni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að þetta komi öllum á óvart en ég var staðráðin í að breyta til eftir erfitt sumar hjá ÍBV," sagði Sigríður Lára Garðarsdóttir við Fótbolta.net í dag en hún hafði þá samið við FH um að spila með liðinu næstu tvö ár. Hún kemur til FH frá uppeldisfélagi sínu, ÍBV.

„Ég held að það sé öllum hollt að prófa eitthvað nýtt og stíga út fyrir þægindarammann."

Mörg lið í Pepsi Max-deildinni höfðu verið orðuð við hana áður en hún valdi FH í dag.

„Það voru nokkur lið sem höfðu samband og af þeim fannst mér FH og tvö önnur lið spennandi en valdi FH," sagði hún en hvað heillaði hana við FH?

„Þjálfararnir, aðstaðan og metnaðurinn í kringum félagið. Ég er mjög spennt að takast á við þetta verkefni og koma FH á þann stað sem þær eiga heima, í toppbaráttunni í Pepsi-deild."

Sigríður Lára samdi til fjögurra ára við ÍBV í fyrra og fyrr í október tilkynnti Andri Ólafsson þjálfari liðsins að hún yrði áfram hjá félaginu. Skömmu síðar rifti hún svo samningnum. Hvað kom uppá?

„Eftir að hafa hugsað mig ákvað ég að nýta uppsagnarákvæðið og taldi rétt af mér að gera það og prófa eitthvað nýtt og setja mér áskorun. Gera eitthvað fyrir sjálfa mig. Ég fer ekki ósátt frá félaginu mínu. Mér þykir voða vænt um klúbbinn minn og mun sakna þess að vera í eyjum, en er tilbúin að takast á við nýjar áskoranir."

FH endaði í 2. sæti Inkasso-deildarinnar í fyrrasumar og kemur því sem nýliði í Pepsi Max-deildinni. Má búast við erfiðu tímabili næsta sumar?

„Bæði og, en ég er spennt að takast á við þetta og bjartsýn. Þjálfararnir ætla að reyna að styrkkja liðið en fyrir eru frábærar stelpur og efnilegar. Þetta er ungur hópur og metnaðarfullur. Ég hlakka til að mæta á æfingu og byrja að vinna með þeim."

Sísí Lára verður þó í hópi eldri leikmanna liðsins og með 18 landsleiki á bakinu er hennar að koma með reynsluna.

„Já ég vona að ég geti haft áhrif á aðra leikmenn og er spennt fyrir því."

Sigríður Lára átti á tímabili sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins en hefur ekki fengið náð fyrir augum Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara síðan í æfingaverkefni í apríl. Hún stefnir á að endurheimta sæti sitt.

„Það er eitt að mínum markmiðum og ég fer ekkert leynt með það. Það er í mínum höndum og mitt að vinna mér fyrir því sæti.Ég verð að gera það inni á vellinum en ekki með að tala bara um það."
Athugasemdir
banner
banner
banner