29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 10. september 2019 21:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elbasan, Albanía
Kolbeinn: Við vorum eftir í öllum aðgerðum
Icelandair
Kolbeinn Sigþórsson
Kolbeinn Sigþórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði 4-2 fyrir Albaníu í tíðindamiklum leik í undankeppni EM. Strákarnir okkar náðu sér ekki á strik í kvöld og staðan í riðlinum er orðin snúin.

Kolbeinn Sigþórsson kom af bekknum og skoraði annað mark Íslands.

Lestu um leikinn: Albanía 4 -  2 Ísland

„Þegar þú færð á þig fjögur mörk er erfitt að vinna fótboltaleiki. Í heildina var þetta ekki góður leikur hjá okkur. Við vorum eftir í öllum aðgerðum, það var of mikið pláss milli sóknar, miðju og varnar," sagði Kolbeinn við íslenska fjölmiðla eftir leikinn.

„Við vorum svolítið með leikinn í okkar höndum eftir að hafa náð jöfnunarmörkunum. Vanalega þegar við náum að koma til baka þá höldum við því en það gerðist ekki í dag."

„Ég hefði verið klár í að byrja leikinn en þetta var uppstillingin. Við kláruðum leikinn ekki nægilega vl. Þetta er erfiður útivöllur. Við erum samt enn með þetta í okkar höndum og þurfum að vera bjartsýni."

„Það er frábært fyrir mig að finna að ég er að komast aftur í stand og finna markaskóna á ný. Ég finn að ég er hungraður."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner