Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. október 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Aguero frítt til Inter?
Powerade
Sergio Aguero.
Sergio Aguero.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan má sjá helsta slúðrið úr ensku blöðunum í dag.



Antonio Conte, þjálfari Inter, ætlar að fá Sergio Aguero (32) framherja Manchester City þegar samningur hans rennur út næsta sumar. (Calciomercato)

Bournemouth hefur hafnað 13 milljóna punda tilboði frá West Ham í Joshua King (28). (Mail)

Everton hefur einnig áhuga á King. (Talksport)

Memphis Depay (26), kantmaður Lyon, útilokar ekki að fara til Barcelona í janúar. (Marca)

Manchester City ákvað að halda varnarmanninum Eric Garcia (19) þrátt fyrir að hann renni út af samningi næsta sumar. Barcelona bauð 18 milljónir punda í Garcia fyrir gluggalok en City taldi það tilboð ekki nægilega hátt. (Manchester Evening News)
´
Daniel Sturridge (31) reiknar með að semja við nýtt félag á næstunni. Sturridge hefur verið án félags síðan tyrkneska félagið Trabzonspor rifti við hann samningi í mars eftir að hann var dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum. (Liverpool Echo)

Danski varnarmaðurinn Joachim Andersen segir að Scott Parker, stjóri Fulham, hafi sannfært sig um að koma til félagsins. Torino vildi líka fá Andersen en hann valdi Fulham. (90min)

Paul Barber, framkvæmdastjóri Brighton, vill að ríkisstjórnin í Englandi geri meira til að hjálpa áhorfendum að komast aftur á völlinn. (Argus)

Miðjumaðurinn Houssem Aouar (22) telur að það hafi verið rétt ákvörðun að vera áfram hjá Lyon í sumar. Aouar hafði verið sterklega orðaður við Arsenal. (Telefoot)
Athugasemdir
banner
banner