Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. október 2020 08:51
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Man Utd ósáttir með meðhöndlunina á Romero
Powerade
Sergio Romero.
Sergio Romero.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru áfram á tánum. Hér er allt helsta slúður dagsins.



Möguleiki er á að West Ham hætti við að kaupa Said Benrahma kantmann Brentford á 25 milljónir punda. Joshua King (28) framherji Bournemouth er efstur á óskalista Hamranna fyrir lok félagaskiptagluggans í neðri deildunum á föstudag. Crystal Palace gæti reynt við Benrahama í kjölfarið. (Mirror)

Manchester City ætlar að gera aðra tilraun til að fá Nicolas Tagliafico (28) vinstri bakvörð Ajax, í sínar raðir í janúar. (Sun)

Tottenham ætlar að reyna aftur að fá Milan Skriniar (25) varnarmann Inter í janúar. (Teamtalk)

Manchester United ætlar að reyna að fá Eduardo Camavinga (17) frá Rennes ef Paul Pogba (27) fer frá félaginu. (Sport Witness)

Manchester United gæti barist við Real Madrid um Camavinga. (Star)

Fulham er í viðræðum um kaup á Terence Kongolo (26) varnarmanni Huddersfield. (Football Insider)

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hefur áhyggjur af þeim áætlunum að láta Harry Kane (27) vera í byrjunarliði enska landsliðsins gegn Danmörku í kvöld. (Guardian)

Margir leikmenn Manchester United eru ósáttir við það hvernig félagið hefur meðhöndlað markvörðinn Sergio Romero (33) að undanförnu en hann er úti í kuldanum hjá félaginu. Romero fékk ekki að fara til Everton á láni undir lok félagaskiptagluggans. (ESPN)

Faðir Thomas Partey (27) segir að miðjumaðurinn hafi verið að bíða eftir að „stærra félag" myndi koma með tilboð áður en hann fór frá Atletico Madrid til Arsenal. Juventus og Chelsea hafa áður sýnt Partey áhuga. (Mirror)

Roy Keane (49) þykir líklegur til að taka við sem stjóri Salford í ensku D-deildinni. (Mirror)

Juan Mata (32) hafnaði risa tilboði frá Sádi-Arabíu til að vera áfram hjá Manchester United. (Sport)

Sergio Busquets (32) miðjumaður Barcelona segir að hann gæti talað í fimm eða sex klukkutíma um allt sem hefur gengið á hjá félaginu. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner