Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
Ungstirnið nýtur þess að spila með Fram - „Ekki til betri tilfinning fyrir mig"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
banner
   sun 14. apríl 2024 22:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
,,Freddi eiginlega reddaði þessum punkti fyrir okkur"
Orri Sigurður í leiknum.
Orri Sigurður í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freddi er Frederik Schram markvörður Vals.
Freddi er Frederik Schram markvörður Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög svekkjandi, vorum ekki góðir í dag. Freddi eiginlega reddaði þessum punkti fyrir okkur. Við hefðum átt að gera miklu betur í seinni hálfleik að skora."

Sagði Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals, eftir jafntefli gegn Fylki í Árbæ.

Orra fannst vanta upp á hraða í spilið hjá Valsmönnum.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Valur

„Við spiluðum hægt, þetta var fyrirsjáanlegt og vantaði upp á klára fyrir framan markið."

„Klárlega, en það var ekkert sem við vissum ekki (hraðinn í Fylkisliðinu). Við vorum að gefa alltof mikið pláss á bakvið okkur og þeir náðu bara að finna það."


Plúsinn kannski sá að þið hafið ekki fengið á ykkur mark hingað til?

„Já já, þannig séð er vörnin að virka vel. Þetta byrjar frá fremsta manni, pressum vel og Freddi er búinn að verja það sem hann á að verja. Sáttur við að halda núlli en mér líður samt eins og við höfum tapað þessum leik."

„Hvernig leið mér þegar vítið var dæmt? Ég sá ekki alveg hvað gerðist, veit ekkert hvort þetta var víti eða ekki. Freddi er bara það góður vítabani að ég hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora,"
sagði Orri.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner