Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
   sun 14. apríl 2024 22:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
,,Freddi eiginlega reddaði þessum punkti fyrir okkur"
Orri Sigurður í leiknum.
Orri Sigurður í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freddi er Frederik Schram markvörður Vals.
Freddi er Frederik Schram markvörður Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög svekkjandi, vorum ekki góðir í dag. Freddi eiginlega reddaði þessum punkti fyrir okkur. Við hefðum átt að gera miklu betur í seinni hálfleik að skora."

Sagði Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals, eftir jafntefli gegn Fylki í Árbæ.

Orra fannst vanta upp á hraða í spilið hjá Valsmönnum.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Valur

„Við spiluðum hægt, þetta var fyrirsjáanlegt og vantaði upp á klára fyrir framan markið."

„Klárlega, en það var ekkert sem við vissum ekki (hraðinn í Fylkisliðinu). Við vorum að gefa alltof mikið pláss á bakvið okkur og þeir náðu bara að finna það."


Plúsinn kannski sá að þið hafið ekki fengið á ykkur mark hingað til?

„Já já, þannig séð er vörnin að virka vel. Þetta byrjar frá fremsta manni, pressum vel og Freddi er búinn að verja það sem hann á að verja. Sáttur við að halda núlli en mér líður samt eins og við höfum tapað þessum leik."

„Hvernig leið mér þegar vítið var dæmt? Ég sá ekki alveg hvað gerðist, veit ekkert hvort þetta var víti eða ekki. Freddi er bara það góður vítabani að ég hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora,"
sagði Orri.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner