,,Freddi eiginlega reddaði þessum punkti fyrir okkur"
„Mjög svekkjandi, vorum ekki góðir í dag. Freddi eiginlega reddaði þessum punkti fyrir okkur. Við hefðum átt að gera miklu betur í seinni hálfleik að skora."
Sagði Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals, eftir jafntefli gegn Fylki í Árbæ.
Orra fannst vanta upp á hraða í spilið hjá Valsmönnum.
Sagði Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals, eftir jafntefli gegn Fylki í Árbæ.
Orra fannst vanta upp á hraða í spilið hjá Valsmönnum.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 0 Valur
„Við spiluðum hægt, þetta var fyrirsjáanlegt og vantaði upp á klára fyrir framan markið."
„Klárlega, en það var ekkert sem við vissum ekki (hraðinn í Fylkisliðinu). Við vorum að gefa alltof mikið pláss á bakvið okkur og þeir náðu bara að finna það."
Plúsinn kannski sá að þið hafið ekki fengið á ykkur mark hingað til?
„Já já, þannig séð er vörnin að virka vel. Þetta byrjar frá fremsta manni, pressum vel og Freddi er búinn að verja það sem hann á að verja. Sáttur við að halda núlli en mér líður samt eins og við höfum tapað þessum leik."
„Hvernig leið mér þegar vítið var dæmt? Ég sá ekki alveg hvað gerðist, veit ekkert hvort þetta var víti eða ekki. Freddi er bara það góður vítabani að ég hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora," sagði Orri.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir