mið 14. október 2020 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi neitaði tilboði frá Sádí-Arabíu
Gylfi fagnar marki með íslenska landsliðinu.
Gylfi fagnar marki með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fékk tilboð frá Sádí Arabíu á gluggadeginum fyrr í þessum mánuði.

Everton keypti Abdoulaye Doucouré, Allan og James Rodriguez í sumar. Gylfi byrjaði fyrstu þrjá deildarleikina á bekknum og er ekki lengur fremstur í goggunarröðinni hjá félaginu.

The Athletic segir að Al-Hilal í Sádí-Arabíu hafi reynt að fá Gylfa áður en glugginn lokaði en íslenski landsliðsmaðurinn afþakkaði boðið þar sem hann vill vera áfram hjá Everton og berjast fyrir sæti sínu.

Gylfi hefur einnig verið orðaður við DC United í MLS-deildinni.

Everton, sem hefur unnið fyrstu fjóra leiki sína á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni, á leik gegn Liverpool um helgina. Vonandi færi Gylfi að byrja þar, en hann hefur spilað mjög vel á þessari leiktíð þegar hann hefur fengið tækifæri.

Gylfi er ekki með íslenska landsliðinu gegn Belgíu í kvöld. Hann fór aftur til Everton á dögunum eftir að hafa spilað allan leiktímann gegn bæði Rúmeníu og Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner