Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
banner
   mán 15. apríl 2024 22:31
Ívan Guðjón Baldursson
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Elísson, leikmaður Fram, var svekktur eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Víkingi R. í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 Víkingur R.

Fram spilaði góðan leik og vildi nokkrum sinnum fá vítaspyrnu í leiknum auk þess að skora mark sem virtist löglegt en var ekki dæmt gilt vegna meints brots í aðdragandanum.

„Við vorum miklu betri í 90 mínútur, þeir voru í brasi að skapa sér færi og áttu bara eitt skot á markið. En þeir eru það góðir að þeir geta refsað þegar við slökkvum á okkur í nokkrar sekúndur og svona er þetta bara. Við þurfum að líta fram á veginn, við erum að spila vel og getum gert mjög góða hluti í þessari deild," sagði Alex Freyr, sem var svo spurður út í dómgæsluna. Alex kom boltanum í netið í fyrri hálfleik en markið ekki dæmt gilt vegna hendi í aðdragandanum, sem virðist hafa verið rangur dómur.

„Ég skoraði löglegt mark með lærinu og mér finnst ótrúlegt hvernig hann heldur að þetta hafi farið í höndina á mér, þetta er bara sorglegt. Þetta er móment sem er tekið af mér og það er bara eins og það er. Ég er ógeðslega svekktur. Hann mun sjá þetta í kvöld og kannski sendir hann mér skilaboð. Ég fékk engin svör inni á vellinum, bara að ég ætti að þegja."

Alex er mjög sáttur með hvernig liðið brást við mótlætinu í dómgæslunni þó að það hafi vantað aðeins upp á ákvarðanatökuna á síðasta vallarþriðjunginum. Hann er þó ekki sáttur með aðra umdeilda dómaraákvörðun, þegar Fram vildi fá vítaspyrnu í seinni hálfleik.

„Það var bara víti. Gummi Magg stígur fyrir boltann og fær manninn í bakið. Ég skil ekki hvernig það er ekki víti. Ótrúlegt."

Fram er með þrjú stig eftir tvær fyrstu umferðir Íslandsmótsins en næsti leikur er á útivelli gegn sterku liði KR.
Athugasemdir
banner