Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
   mán 15. apríl 2024 22:31
Ívan Guðjón Baldursson
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Elísson, leikmaður Fram, var svekktur eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Víkingi R. í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 Víkingur R.

Fram spilaði góðan leik og vildi nokkrum sinnum fá vítaspyrnu í leiknum auk þess að skora mark sem virtist löglegt en var ekki dæmt gilt vegna meints brots í aðdragandanum.

„Við vorum miklu betri í 90 mínútur, þeir voru í brasi að skapa sér færi og áttu bara eitt skot á markið. En þeir eru það góðir að þeir geta refsað þegar við slökkvum á okkur í nokkrar sekúndur og svona er þetta bara. Við þurfum að líta fram á veginn, við erum að spila vel og getum gert mjög góða hluti í þessari deild," sagði Alex Freyr, sem var svo spurður út í dómgæsluna. Alex kom boltanum í netið í fyrri hálfleik en markið ekki dæmt gilt vegna hendi í aðdragandanum, sem virðist hafa verið rangur dómur.

„Ég skoraði löglegt mark með lærinu og mér finnst ótrúlegt hvernig hann heldur að þetta hafi farið í höndina á mér, þetta er bara sorglegt. Þetta er móment sem er tekið af mér og það er bara eins og það er. Ég er ógeðslega svekktur. Hann mun sjá þetta í kvöld og kannski sendir hann mér skilaboð. Ég fékk engin svör inni á vellinum, bara að ég ætti að þegja."

Alex er mjög sáttur með hvernig liðið brást við mótlætinu í dómgæslunni þó að það hafi vantað aðeins upp á ákvarðanatökuna á síðasta vallarþriðjunginum. Hann er þó ekki sáttur með aðra umdeilda dómaraákvörðun, þegar Fram vildi fá vítaspyrnu í seinni hálfleik.

„Það var bara víti. Gummi Magg stígur fyrir boltann og fær manninn í bakið. Ég skil ekki hvernig það er ekki víti. Ótrúlegt."

Fram er með þrjú stig eftir tvær fyrstu umferðir Íslandsmótsins en næsti leikur er á útivelli gegn sterku liði KR.
Athugasemdir
banner
banner
banner