Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mán 15. apríl 2024 22:31
Ívan Guðjón Baldursson
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Elísson, leikmaður Fram, var svekktur eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Víkingi R. í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 Víkingur R.

Fram spilaði góðan leik og vildi nokkrum sinnum fá vítaspyrnu í leiknum auk þess að skora mark sem virtist löglegt en var ekki dæmt gilt vegna meints brots í aðdragandanum.

„Við vorum miklu betri í 90 mínútur, þeir voru í brasi að skapa sér færi og áttu bara eitt skot á markið. En þeir eru það góðir að þeir geta refsað þegar við slökkvum á okkur í nokkrar sekúndur og svona er þetta bara. Við þurfum að líta fram á veginn, við erum að spila vel og getum gert mjög góða hluti í þessari deild," sagði Alex Freyr, sem var svo spurður út í dómgæsluna. Alex kom boltanum í netið í fyrri hálfleik en markið ekki dæmt gilt vegna hendi í aðdragandanum, sem virðist hafa verið rangur dómur.

„Ég skoraði löglegt mark með lærinu og mér finnst ótrúlegt hvernig hann heldur að þetta hafi farið í höndina á mér, þetta er bara sorglegt. Þetta er móment sem er tekið af mér og það er bara eins og það er. Ég er ógeðslega svekktur. Hann mun sjá þetta í kvöld og kannski sendir hann mér skilaboð. Ég fékk engin svör inni á vellinum, bara að ég ætti að þegja."

Alex er mjög sáttur með hvernig liðið brást við mótlætinu í dómgæslunni þó að það hafi vantað aðeins upp á ákvarðanatökuna á síðasta vallarþriðjunginum. Hann er þó ekki sáttur með aðra umdeilda dómaraákvörðun, þegar Fram vildi fá vítaspyrnu í seinni hálfleik.

„Það var bara víti. Gummi Magg stígur fyrir boltann og fær manninn í bakið. Ég skil ekki hvernig það er ekki víti. Ótrúlegt."

Fram er með þrjú stig eftir tvær fyrstu umferðir Íslandsmótsins en næsti leikur er á útivelli gegn sterku liði KR.
Athugasemdir
banner
banner