sun 18. október 2020 09:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool brjálað vegna ágiskana um meiðsli Van Dijk
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk fór meiddur af velli í nágrannaslag Liverpool og Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Það var í kjölfar tæklingar Jordan Pickford, markvarðar Everton, eftir fyrirgjöf. Pickford óð út á móti van Dijk og fór hátt með lappirnar í miðvörðinn.

Van Dijk var dæmdur rangstæður og því gat Liverpool ekki fengið vítaspyrnu fyrir brotið.

„Þetta lítur ekki vel út en við þurfum að bíða og sjá," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, við BBC eftir leik.

Það væri mikið áfall fyrir Liverpool að missa Van Dijk í langvarandi meiðsli en Richard Keys á BeIN Sports í Katar sagði frá því að Van Dijk hefði skaddað krossband og frá í sjö til átta mánuði.

Daily Mail fjallar um það að mikil óánægja sé með það hjá Liverpool að verið sé að giska á það hversu lengi Van Dijk verði frá. Liverpool hefur ekki enn opinberað það hversu lengi Van Dijk verður frá, en tíðindi um það munu væntanlega birtast fljótlega.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner