Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   þri 30. maí 2023 16:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fékk mjög takmarkaðar upplýsingar frá FH og íhugaði að taka sér pásu
Lengjudeildin
Ég var ekki að leitast eftir því að fara - Máni lék sextán leiki fyrir FH í deildinni í fyrra og skoraði tvö mörk.
Ég var ekki að leitast eftir því að fara - Máni lék sextán leiki fyrir FH í deildinni í fyrra og skoraði tvö mörk.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Er kominn með fjögur mörk í fjórum leikjum með Fjölni.
Er kominn með fjögur mörk í fjórum leikjum með Fjölni.
Mynd: Baldvin Berndsen
Guðmundur Júlíusson á stóran part í mínu 'múví'
Guðmundur Júlíusson á stóran part í mínu 'múví'
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Eins og raketta á kantinum.
Eins og raketta á kantinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Austmann - Besti hægri bakvörður deildarinnar.
Dagur Austmann - Besti hægri bakvörður deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Byrjunin hefur verið mjög góð, pirrandi að við gerðum jafntefli við Þrótt þar sem við vorum eiginlega með unninn leik, en annars er þetta fín byrjun. Persónulega er byrjunin góð, alltaf gaman að skora, einhverjir sem vilja meina að ég geti ekki skorað og því fínt að geta sýnt að ég get skorað."

Sagði Máni Austmann Hilmarsson, leikmaður Fjölnis, sem ræddi við Fótbolta.net í dag.

„Við erum mjög gott lið, mjög gott spilalega séð. Svo erum við Axel á kantinum - sem er eins og raketta - hann getur alltaf sprengt upp varnir og Hákon sem er mjög sterkur í boxinu. Við erum með mjög gott lið sóknarlega og líka varnarlega."

Þrjú lið eru á toppi Lengjudeildarinnar með tíu stig. Grindavík er eitt þeirra og þar spilar tvíburabróðir Mána.

„Afturelding hefur alltaf verið gott í fótbolta, Grindavík er með besta hægri bakvörð deildarinnar, þannig það er erfitt að spila á móti þeim," sagði Máni og brosti.

Fékk lítið að vita frá FH
Máni gekk í raðir Fjölnis frá FH á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann var orðaður við HK og segist hafa rætt við Gróttu áður en hann tók ákvörðun.

„Fyrstu vikurnar í Fjölni hafa verið fínar, kom rétt fyrir mót. Var fyrst að koma mér inn í þetta, er kominn inn í hlutina núna og líður mjög vel inn á vellinum. Þetta var skrítinn aðdragandi þar sem það var mikil óvissa, ekki mikið látið mig vita hvað væri í gangi."

„Kvöldið fyrir gluggadag fæ ég að vita að kauptilboð Fjölnis hefði verið samþykkt. Aðdragandinn var ekki langur, en skrítinn að öllu leyti, ekki eins og ég að var að vonast til að þetta myndi fara. Ég var ekki að leitast eftir því að fara. Þetta var skrítið en ég er ánægður að hafa fundið gott félag."

„Grótta kom upp, svo fékk ég lítið að vita af öðrum liðum frá FH - kannski voru það ekki fleiri - ég fékk allavega ekki að vita af því."


Vildi finna ánægjuna aftur
„Aðdragandinn var stuttur, rosa mikið spontant hugsun hjá mér. Þetta var orðið þungt andlega, byrjaður að leita að ánægjunni aftur í fótboltanum. Ég þekki marga stráka í Fjölni, góður hópur og ætlaði að finna ánægjuna aftur. Mér finnst ég hafa gert það allavega eins og staðan er í dag."

Máni ræddi við Guðmund Þór Júlíusson áður en hann gekk í raðir Fjölnis. Gummi er leikmaður Fjölnis og voru þeir liðsfélagar í HK á sínum tíma.

„Guðmundur Júlíusson á stóran part í mínu 'múví', hann talaði mikið við mig og hjálpaði mér að velja."

Var Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, meira sannfærandi en Chris Brazell hjá Gróttu?

„Nei, ekkert meira sannfærandi. Þeir eru mjög líkir varðandi hvernig þeir vilja spila fótbolta. Úlfur var ógeðslega flottur á fundinum, og það sama með Chris. Svo bara ákvað ég að velja Fjölni."

Rétt ákvörðun að taka ekki pásu
Máni talaði um að hafa verið að leita aftur að ánægjunni í fótboltanum. Íhugaði hann að kalla þetta gott í boltanum?

„Það kom létt upp í hausinn að taka mér smá pásu frá fótbolta. Ég er mikið búinn að vera flakka á milli liði sem er ekki eins og ég myndi vilja hafa þetta. Mér finnst ennþá mjög gaman í fótbolta, þannig það er rétt ákvörðun að fara ekki í pásu. Ég er mjög ánægður með að fara til Úlfs í Fjölni, sagði honum frá því hvernig mér leið. Hann skildi það vel og vildi hjálpa mér."

„Eins og staðan er í dag þá líður mér vel í Fjölni, ætlum okkur að komast upp og ætlum að reyna festa okkur í efstu deild. Ef ég get verið partur af því þá er það bara frábært."


Var ekki í plönunum að fara frá FH
Fyrir tveimur mánuðum, sástu fyrir þér að þú værir að fara frá FH?

„Nei, alls ekki. Það var ekki í plönunum hjá mér. Ég ætlaði að taka þetta sumar með stæl með FH þótt að tímabilið í fyrra hafi verið þungt, vorum með fjóra þjálfara á einu ári sem er ekki eðlilegt. Svo gerist það bara sem gerist. En það er gott að sjá FH standa sig vel í dag," sagði Máni.

Hann er 24 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur verið á mála hjá Stjörnunni, ÍR, HK, Leikni, FH og Fjölni á Íslandi. Hann var á sínum tíma í fjögur ár hjá FCK í Danmörku og var í háskólaliði Akron í Bandaríkjunum.

Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner