Keflavík heimsóttu Stjörnukonur á Samsungvellinum í Garðabæ nú í kvöld þegar 6.umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína.
Keflavík hafa byrjað mótið vel og voru fyrir leikinn jafnar Stjörnukonum að stigum í 5.-6.sæti deildarinnar en í kvöld reyndust Stjörnukonur mun sterkari.
Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 0 Keflavík
„Virkilega leiðinlegt að tapa og hvað þá með þremur mörkum." Sagði Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur eftir leikinn í kvöld.
„Við vorum bara alltaf að elta þær og vorum bara frá fyrstu pressu vorum við alltof seinar sem bara opnaði í rauninni allt og við vorum bara alltaf fannst mér á hælunum og vorum bara mikið undir í pressu eða bara í leiknum fannst mér, þetta var bara ekki gott."
Keflavík lenti snemma undir í leiknum og tók Kristrún Ýr undir það að það hafi svolítið slegið þær út af laginu.
„Já og ég væri líka til í að sjá hvort þetta hafi verið mark því mér fannst hann ekki vera inni. Mér fannst við eiga að stiga upp eftir það mark sem við gerðum ekki svo í kjölfarið kom þetta mark sem var líka svona frekar easy mark en mér fannst við samt byrja seinni hálfleikinn mjög vel og ég hafði mikla trú á okkur í upphafi seinni hálfleiks og þegar leið á hann en svo fengum við þriðja markið á okkur sem mér fannst drepa leikinn fyrir okkur."
Nánar er rætt við Kristún Ýr Holm fyrirliða Keflavíkur í spilaranum hér fyrir ofan.
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |