Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   lau 01. október 2016 17:30
Elvar Magnússon
Bestur 2016: Myndi hlaupa í gegnum vegg fyrir þá
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Kristinn Freyr með viðurkenninguna eftir leik Vals og ÍA í dag.
Kristinn Freyr með viðurkenninguna eftir leik Vals og ÍA í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kristinn Freyr með viðurkenningarskjöldinn eftir að hafa verið valinn bestur í deildinni af Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 ÍA

Fótbolti.net valdi Kristinn Frey Sigurðsson úr Val leikmann ársins í Pepsi-deild karla fyrir frammistöðuna í sumar.

Kristinn Freyr var frábær á miðjunni hjá Val í sumar og fékk silfurskó adidas fyrir að skora 13 mörk í deildinni, einu marki minna en Garðar Gunnlaugsson sem fékk gullskóinn.

En hvað er framhaldið hjá Kristni Frey sem er samningslaus eftir tímabilið?

„Nú veit ég ekkert hvað er að fara að gerast. Það verður bara að koma í ljós," sagði Kristinn við Fótbolta.net eftir 1-0 sigur á ÍA í dag.

„Ég get ekkert sagt því ég veit ekkert sjálfur," bætti hann við en hugur hans leitar erlendis ef eitthvað býðst þar.

En hvað gerist ef Kristinn verður áfram á Íslandi, verður hann þá áfram með Val?

„Ég væri svo sannarlega til í að spila með Val. Að sjálfsögðu. Sérstaklega ef Óli og Bjössi verða áfram, ef þeir myndu biðja mig að hlaupa í gegnum vegg þá myndi ég sennilega reyna það. Að sjálfsögðu er ég opinn fyrir að skrifa undir hjá Val en það er annað sem er í forgangi hjá mér eins og er."

Sjá einnig:
Bestur 2015 - Emil Pálsson (FH)
Bestur 2014 - Ingvar Jónsson (Stjarnan)
Bestur 2013 - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur 2012 - Freyr Bjarnason (FH)
Bestur 2011 - Hannes Þór Halldórsson (KR)
Athugasemdir