Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
   lau 01. október 2016 17:30
Elvar Magnússon
Bestur 2016: Myndi hlaupa í gegnum vegg fyrir þá
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Kristinn Freyr með viðurkenninguna eftir leik Vals og ÍA í dag.
Kristinn Freyr með viðurkenninguna eftir leik Vals og ÍA í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kristinn Freyr með viðurkenningarskjöldinn eftir að hafa verið valinn bestur í deildinni af Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 ÍA

Fótbolti.net valdi Kristinn Frey Sigurðsson úr Val leikmann ársins í Pepsi-deild karla fyrir frammistöðuna í sumar.

Kristinn Freyr var frábær á miðjunni hjá Val í sumar og fékk silfurskó adidas fyrir að skora 13 mörk í deildinni, einu marki minna en Garðar Gunnlaugsson sem fékk gullskóinn.

En hvað er framhaldið hjá Kristni Frey sem er samningslaus eftir tímabilið?

„Nú veit ég ekkert hvað er að fara að gerast. Það verður bara að koma í ljós," sagði Kristinn við Fótbolta.net eftir 1-0 sigur á ÍA í dag.

„Ég get ekkert sagt því ég veit ekkert sjálfur," bætti hann við en hugur hans leitar erlendis ef eitthvað býðst þar.

En hvað gerist ef Kristinn verður áfram á Íslandi, verður hann þá áfram með Val?

„Ég væri svo sannarlega til í að spila með Val. Að sjálfsögðu. Sérstaklega ef Óli og Bjössi verða áfram, ef þeir myndu biðja mig að hlaupa í gegnum vegg þá myndi ég sennilega reyna það. Að sjálfsögðu er ég opinn fyrir að skrifa undir hjá Val en það er annað sem er í forgangi hjá mér eins og er."

Sjá einnig:
Bestur 2015 - Emil Pálsson (FH)
Bestur 2014 - Ingvar Jónsson (Stjarnan)
Bestur 2013 - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur 2012 - Freyr Bjarnason (FH)
Bestur 2011 - Hannes Þór Halldórsson (KR)
Athugasemdir
banner
banner