Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
banner
   lau 01. október 2016 17:30
Elvar Magnússon
Bestur 2016: Myndi hlaupa í gegnum vegg fyrir þá
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Kristinn Freyr með viðurkenninguna eftir leik Vals og ÍA í dag.
Kristinn Freyr með viðurkenninguna eftir leik Vals og ÍA í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kristinn Freyr með viðurkenningarskjöldinn eftir að hafa verið valinn bestur í deildinni af Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 ÍA

Fótbolti.net valdi Kristinn Frey Sigurðsson úr Val leikmann ársins í Pepsi-deild karla fyrir frammistöðuna í sumar.

Kristinn Freyr var frábær á miðjunni hjá Val í sumar og fékk silfurskó adidas fyrir að skora 13 mörk í deildinni, einu marki minna en Garðar Gunnlaugsson sem fékk gullskóinn.

En hvað er framhaldið hjá Kristni Frey sem er samningslaus eftir tímabilið?

„Nú veit ég ekkert hvað er að fara að gerast. Það verður bara að koma í ljós," sagði Kristinn við Fótbolta.net eftir 1-0 sigur á ÍA í dag.

„Ég get ekkert sagt því ég veit ekkert sjálfur," bætti hann við en hugur hans leitar erlendis ef eitthvað býðst þar.

En hvað gerist ef Kristinn verður áfram á Íslandi, verður hann þá áfram með Val?

„Ég væri svo sannarlega til í að spila með Val. Að sjálfsögðu. Sérstaklega ef Óli og Bjössi verða áfram, ef þeir myndu biðja mig að hlaupa í gegnum vegg þá myndi ég sennilega reyna það. Að sjálfsögðu er ég opinn fyrir að skrifa undir hjá Val en það er annað sem er í forgangi hjá mér eins og er."

Sjá einnig:
Bestur 2015 - Emil Pálsson (FH)
Bestur 2014 - Ingvar Jónsson (Stjarnan)
Bestur 2013 - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur 2012 - Freyr Bjarnason (FH)
Bestur 2011 - Hannes Þór Halldórsson (KR)
Athugasemdir
banner
banner
banner