Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   þri 09. apríl 2024 19:43
Brynjar Ingi Erluson
Steini: Ekkert launungarmál og skiptir auðvitað máli
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane gæti verið frá í einhvern tíma
Sveindís Jane gæti verið frá í einhvern tíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf fúlt að tapa og manni líður aldrei vel eftir tapleiki. Fúll heilt yfir en það þýðir ekkert að dvelja við þetta. Þetta er búið og nú þurfum við að finna þá hluti sem við gerðum vel, fara yfir þá og fara yfir þá hluti sem við getum lagað,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir 3-1 tapið gegn Þýskalandi í undankeppni Evrópumótsins í Aachen í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

Íslenska liðið var vel inn í leiknum. Það lenti undir snemma leiks en vann sig inn í leikinn og jafnaði með marki frá Hlín Eiríksdóttur.

Sveindís Jane Jónsdóttir, sem er ein mesta ógnin fram á við, fór meidd af velli og breyttist leikurinn gríðarlega eftir það. Það var mikið högg að missa hana af velli segir Þorsteinn.

„Mér fannst það sem við vorum að gera ganga vel upp og finna veikleika þeirra. Auðvitað munar okkur um það að þessi hraðaógnun sem Sveindís var með og var að gerast í leiknum, þannig að dýnamíkin breytist og við erum ekki með sama hraða fram á við. Það er ekkert launungarmál og skiptir auðvitað máli. Við vorum búin að spila vel fram að því og eftir að þær skora fannst mér við vera góð, gera vel.“

„Þær áttu í basli, voru hræddar og hörfuðu, öftustu tvær voru skíthræddar og það stækkaði plássið og erfiðara fyrir þær að verjast. Eftir því sem leið á leikinn þá ná þær að þrýsta okkur neðar og neðar, en það komu samt kaflar þar sem við fengum færi og skot fyrir utan teig þar sem við hefðum getað gert betur í en þær áttu líka sín móment.“


Sveindís lenti illa á öxlinni eftir ljóta tæklingu. Hún ætlaði að reyna að halda leik áfram en neyddist til að fara af velli. Þorsteinn hefði viljað sjá Kathrin Hendrich fá rauða spjaldið en hún sá aðeins gult.

„Auðvitað var tæklingin ekkert glæsileg og frekar hörð, en auðvitað lendir hún bara illa. Þetta er partur af fótboltanum, lendir illa og meiðir sig á öxlinni. Maður vonar það besta og að hún verði klár sem fyrst og þetta sé ekki alvarlegt.“

„Maður hefði alveg viljað sjá það en ég veit það ekki. Hún er að fara framhjá henni og hún tekur hana viljandi niður. Ég sá þetta bara einu sinni og horfði ekkert á þetta aftur.“


Eins og kom fram hér fyrir ofan þá breyttist leikurinn gríðarlega eftir að Sveindís fór af velli en núna þarf hann líklega að finna aðrar lausnir ef meiðsli hennar eru af alvarlegum toga.

„Þetta er bara það sem við lifum við. Við höfum einn fljótasta leikmann í Evrópu og auðvitað ógnar það þegar við erum að verjast neðar á vellinum og erum kannski við miðlínu. Þá er stórt pláss á bak við sem ekki margir vilja díla við með hana þarna fremsta en auðvitað breytist þetta og hefur áhrif. Það er eðlilegt en við þurfum að finna lausnir á því, gerðum það í haust og þurfum að gera það aftur núna.“

Ísland mætir Austurríki í tveimur leikjum í maí og júní en það eru tveir gríðarlega mikilvægir leikir. Austurríki var að ná í sinn fyrsta sigur í kvöld er liðið vann Póllandi, 3-1, og eru því með jafnmörg stig og Ísland.

„Eins og ég hef sagt áður þá eru þetta sex úrslitaleikir og við erum að fara í næstu úrslitaleiki við Austurríki. Auðvitað eru leikirnir við Austurríki gríðarlega mikilvægir ef við ætlum okkur beint áfram, eins og allir leikir í þessum riðli eru. Við þurfum að koma okkur í gírinn fyrir þá leiki og vera tilbúin í næsta glugga og gera vel þar.“

Undir lokin var Þorsteinn síðan spurður út í mörkin sem íslenska liðið fékk á sig. Hann hafði svo sem ekki sterkar skoðanir á þeim en fannst þriðja markið afar svekkjandi að fá á sig.

„Ég held að það sé alltaf pirrandi að horfa á mörk sem við fáum á okkur. Kannski versta mómentið er þegar við fáum á okkur þriðja markið, sem var mest svekkjandi markið þannig séð, ef ég ætti að raða þeim upp. Það var eitthvað klafs og eitthvað pot en þú vilt alltaf koma í veg fyrir mörk. Þetta voru góðir skallar og góðar sendingar. Auðvitað viljum við verjast betur en svona getur komið fyrir og þetta er bara partur af fótbolta. Stundum nærðu ekki að verjast og þær vinna þig í skallaeinvíginu og eitthvað svoleiðis og þá er það bara mark,“ sagði Þorsteinn við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner