
Sandra Sigurðardóttir tók stöðu markvarðar hjá Íslandi í leiknum mikilvæga gegn Tékklandi í kvöld.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék í markinu gegn Hvíta-Rússlandi í síðustu viku, en reynsluboltinn Sandra var í markinu í dag og stóð sína plikt afskaplega vel.
Hún ræddi við Fótbolta.net eftir sigurinn. „Tilfinningin er mjög góð. Við verðum það sem við ætluðum okkur. Það var spenna fram á síðustu sekúndu... ég er fegin að þetta endaði svona."
„Það var mikið í húfi fyrir þær og fyrir okkur. Við vissum að við vorum að koma í bardaga. Við ætluðum að standa þetta af okkur og mér fannst við gera það. Ég er hrikalega stolt af liðinu mínu."
„Við gerðum það sem við þurftum að gera."
Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir