Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
   mán 18. apríl 2022 22:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar: Hann er hetja í Fossvogi eftir síðasta tímabil
Arnar og Kristall Máni Ingason.
Arnar og Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega ánægður. Þetta var svaka sjokk í byrjun," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, eftir 2-1 sigur liðsins gegn FH í opnunarleik Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 FH

Víkingar eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar, en þeir lentu undir eftir 30 sekúndur.

„Við sýndum sannan karakter og komum til baka. Það var sviðsskrekkur, taugaspenna. Þetta snerist um sigur, við vorum allt í lagi en eigum töluvert inni."

„Það er extra pressa að koma inn sem Íslandsmeistarar og þú vilt sýna þig. Svo færðu högg í andlitið strax í byrjun eftir að hafa æft þig í átta mánuði. Þetta er högg, en mér fannst við koma sterkt til baka," sagði Arnar.

Ari Sigurpálsson og Helgi Guðjónsson gerðu mörk Víkinga í dag. „Þeir eru búnir að eiga sterkan vetur, eru fljótir og í góðu standi. Þeir eiga bara skilið að spila. Það sem ég fíla við Ara er að fyrsta snertingin hjá honum er alltaf í átt að marki. Helgi er einn af lykilmönnunum í okkar liði. Hann er hetja í Fossvogi eftir síðasta tímabil. Þeir fá allt mitt traust."

Helgi gerði sigurmarkið gegn KR í ótrúlegum leik undir lok síðasta tímabils og hann fer vel af stað á þessari leiktíð.

Hægt er að sjá allt viðtalið við Arnar í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner