Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 20. júlí 2022 19:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Oliver Ekroth: Held að það verði nóg til að ná í góð úrslit
Oliver í baráttunni gegn Malmö
Oliver í baráttunni gegn Malmö
Mynd: Raggi Óla
„Það var gaman og áhugavert að spila við líklega eitt besta lið Skandinavíu. Mér fannst við gera mjög vel, skoruðu fimm mörk í leikjunum og vorum manni færri í um 50 mínútur. Við eigum að vera stoltir af því en getum ekki verið glaðir því við komumst augljóslega ekki áfram," sagði Oliver Ekroth, miðvörður Víkings, um einvígið gegn Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu sem fram fór á dögunum.

Malmö vann 6-5 og sendi Víking í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

„Við gáfum þessu séns og það góðan séns og gáfum allt sem við gátum í verkefnið en þetta er bara eins og það er. Núna þurfum við bara að horfa áfram á næsta verkefni."

Fannst þér betra liðið fara áfram? „Á pappírunum já," sagði Oliver og hló. „Þar eru þeir betri en ég er ekki viss, þetta voru jafnir leikir en þú verður að vinna fótboltaleiki til að fara áfram."

Oliver ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu Víkings í dag. Á morgun kemur TNS frá Wales í heimsókn í Víkina. Um er að ræða fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

„Ég held að sigurlíkur okkar séu góðar, við erum gott lið. Við höfum sýnt að við erum að verða betri og betri. Ég veit ekki mikið um þá, við ætlum að einbeita okkur að okkar liði og hvernig við ætlum að vinna þá. Ég held að það verði nóg til að ná í góð úrslit hér á heimavelli og svo vonandi jafngóð úrslit í útileiknum í næstu viku," sagði Oliver.

Hann er þrítugur sænskur miðvörður sem gekk í raðir Víkings frá Degerfors í vetur. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum. Þar er Oliver spurður út í byrjunina á tímabilinu hér á Íslandi, marga meðspilara í hjarta varnarinnar, hvort hann sé að spila sinn besta bolta, millinafnið sitt og samningsstöðu.
Athugasemdir
banner