Adolf Daði Birgisson byrjaði leikinn fyrir Stjörnuna í dag gegn Leikni þegar Stjarnan vann 3-0. Þessi 17 ára strákur fiskaði víti strax á 2. mínútu og skoraði svo annað mark gestana.
Adolf var tekinn í viðtal eftir leik og hafði þetta að segja
Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 - 3 Stjarnan
Hvernig líður þér eftir leik?
„Bara mjög vel, 3 stig og hreint lak get ekki beðið um meira."
Hvernig fannst þér frammistaða þín?
„Mér fannst hún fín sko, ég hefði getað nýtt nokkra sénsa aðeins betur en það er gott að geta hjálpað liðinu einhvernvegin."
Býstu við því að fá stórt hlutverk í sumar?
„Já ég vona það en það er náttúrulega mikil samkeppni í gangi og það fer náttúrulega bara eftir frammistöðu minni og frammistöðu annara þannig ég vona það bara."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.