Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   lau 25. september 2021 18:13
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Höskulds: Erfitt að gíra lið upp sem er búið að ná markmiðum sínum
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var svekktur með 2-0 tapið gegn Víkingum í lokaumferðinni en er þó í skýjunum með heildarárangurinn í sumar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

Það var mikið undir á Víkingsvellinum í dag. Víkingur var á toppnum og ætlaði sér að klára titilinn á meðan Leikni hafði ekki unnið útileik á tímabilinu og var þegar með öruggt sæti í deildinni.

Víkingar ætluðu sér að vinna leikinn og gekk það eftir. Sigurður var svekktur með frammistöðuna.

„Mér fannst Víkingur vinna þetta mjög sanngjarnt. Þeir voru miklu betri í fyrri hálfleik og ef einhvern tímann setningin að þetta gekk ekki upp þá var það í dag. Alltof mikið af tæknifeilum. Shape-ið var ágætt en tæknifeilar gerðu okkur svakalega erfitt fyrir," sagði Sigurður við Fótbolta.net.

„Já, líklega, sem er ofboðslega svekkjandi. Við ætlum svo sannarlega að gera eitthvað í þessum leik."

Leiknismenn hafa verið vel spilandi í sumar og björguðu sér nokkuð örugglega frá falli fyrir þónokkru síðan en hann segir það hafa verið erfitt að gíra menn upp sem höfðu þegar náð markmiðinu.

„Þetta er búið að vera frábært. Ótrúlega margir sem eru að spila í fyrsta skipti í efstu deild og ég að þjálfa í fyrsta skipti í efstu deild. Við í rauninni búnir að bjarga okkur fyrir sex eða sjö umferðum og eftir það áttum við 2-3 fínar frammistöður en erfitt að gíra lið upp sem er búið að ná markmiðum sínum."

„Við verðum að vera humble og átta okkur á því að við vorum að gera helvíti vel."

Víkingur endaði í 10. sæti á síðustu leiktíð og vann svo titilinn í dag en er þetta markmið sem Leiknir getur sett fyrir sig á næstu árum?

„Það er rosalega erfitt. Það vantar aðeins upp á að við getum farið að líta á okkur sem stærri klúbb. Það þarf meira fjármagn, meiri kraft og meiri stuðning úr stúkunni. Búa til svipaða stemningu og hérna," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner