Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 25. september 2021 18:13
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Höskulds: Erfitt að gíra lið upp sem er búið að ná markmiðum sínum
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var svekktur með 2-0 tapið gegn Víkingum í lokaumferðinni en er þó í skýjunum með heildarárangurinn í sumar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

Það var mikið undir á Víkingsvellinum í dag. Víkingur var á toppnum og ætlaði sér að klára titilinn á meðan Leikni hafði ekki unnið útileik á tímabilinu og var þegar með öruggt sæti í deildinni.

Víkingar ætluðu sér að vinna leikinn og gekk það eftir. Sigurður var svekktur með frammistöðuna.

„Mér fannst Víkingur vinna þetta mjög sanngjarnt. Þeir voru miklu betri í fyrri hálfleik og ef einhvern tímann setningin að þetta gekk ekki upp þá var það í dag. Alltof mikið af tæknifeilum. Shape-ið var ágætt en tæknifeilar gerðu okkur svakalega erfitt fyrir," sagði Sigurður við Fótbolta.net.

„Já, líklega, sem er ofboðslega svekkjandi. Við ætlum svo sannarlega að gera eitthvað í þessum leik."

Leiknismenn hafa verið vel spilandi í sumar og björguðu sér nokkuð örugglega frá falli fyrir þónokkru síðan en hann segir það hafa verið erfitt að gíra menn upp sem höfðu þegar náð markmiðinu.

„Þetta er búið að vera frábært. Ótrúlega margir sem eru að spila í fyrsta skipti í efstu deild og ég að þjálfa í fyrsta skipti í efstu deild. Við í rauninni búnir að bjarga okkur fyrir sex eða sjö umferðum og eftir það áttum við 2-3 fínar frammistöður en erfitt að gíra lið upp sem er búið að ná markmiðum sínum."

„Við verðum að vera humble og átta okkur á því að við vorum að gera helvíti vel."

Víkingur endaði í 10. sæti á síðustu leiktíð og vann svo titilinn í dag en er þetta markmið sem Leiknir getur sett fyrir sig á næstu árum?

„Það er rosalega erfitt. Það vantar aðeins upp á að við getum farið að líta á okkur sem stærri klúbb. Það þarf meira fjármagn, meiri kraft og meiri stuðning úr stúkunni. Búa til svipaða stemningu og hérna," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner