
Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur í Bestu-deild kvenna var ánægð og stolt af sínu liði eftir 0-4 sigur á Keflavík í 1. umferð Bestu-deildar kvenna.
„Bara geggjað, geggjað að byrja mótið á 4-0 sigri" sagði Kristrún Ýr í viðtali eftir leik.
Lestu um leikinn: KR 0 - 4 Keflavík
Það var jafnræði með liðunum til að byrja með en á 34. mínútu kom brasilíski sóknarmaðurinn Ana Paula Santos Silva Keflavík í forystu. Eftir það voru Keflvíkingar með öll völd á vellinum og 15 mínútum síðar var Ana búin að skora þrennu fyrir Keflavík, Dröfn Skorradóttir bætti við fjórða marki Keflavíkur á 77. mínútu.
Þetta hafði Kristrún Ýr að segja um leikinn:
„ Mér fannst hann svolítið skrítinn til að byrja með, það var kannski smá svona fiðrildi, en svo sérstaklega eftir að við náðum inn fyrsta markinu þá fannst mér þetta svolítið í okkar höndum og við svolítið stjórna. Við hefðum mátt halda boltanum kannski aðeins betur en við fundum lausnir og ég er bara ótrúlega stolt af öllu liðinu en mér fannst framlínan geggjuð."
Í spá Fótbolta.net er Keflavík spáð 10. sæti deildarinnar en Kristrún segir liðið ætla gera betur en það.
„Já, við ætlum kannski ekkert að vera horfa mikið í þessa spá en auðvitað er gaman að koma með smá "statement" í byrjun tímabils.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.