
„Mér fannst bara mitt lið og mínar stúlkur frábærar í dag og eftir svona fyrstu 10 mínúturnar var smá svona stress eðlilega. Þá gáfu við ekki færi á okkur og þær í raun og veru (Stjarnan) fá sitt færi hérna bara í lok leiksins sem að þær nýta vel og skora en annars var ekkert að sjá það að væri einhver munur á þessum liðum," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH eftir 0-1 tap sinna stúlkna gegn Stjörnunni í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna.
Lestu um leikinn: FH 0 - 1 Stjarnan
„Það er svo sem ekkert skrýtið að markið kemur þá á þessum tímapunkti, þetta er þriðji leikurinn hjá liðinu á sjö dögum þannig að þarna er þreyta komin í líkama."
FH laut í lægra haldi gegn gríðarsterku liði Stjörnunnar í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna á Kaplakrikavelli. Liðið tapaði 0-1 eftir hetjulega baráttu og má segja að þreyta hafi verið farin að gera vart við sig þegar Arna Dís skoraði undir lok leiks. Guðni Eiríksson, þjálfari FH var engu að síður virkilega sáttur við frammistöðu síns liðs.
„Það er ekkert hægt að biðja um meira frá FH-liðinu heldur en þetta og þetta gefur okkur svo sannarlega byr undir báða vængi í framhaldinu."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.