Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 30. maí 2022 17:27
Brynjar Ingi Erluson
Æskudraumur Valgeirs rættist - „Ég var alveg að búast við þessu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal Friðriksson er nýliði í íslenska A-landsliðshópnum en segir æskudraum vera að rætast.

Þessi tvítugi varnarmaður er uppalinn í Fjölni og spilaði með meistaraflokki liðsins eitt tímabil í efstu deild árið 2018 áður en hann skipti yfir í Val.

Hann var keyptur til sænska úrvalsdeildarliðsins Häcken undir lok árs 2020. Valgeir fékk sárafá tækifæri til að sanna sig á síðasta tímabili en hefur nú brotið sér leið inn í byrjunarliðið og staðið sig með sóma.

Valgeir segir kallið ekki hafa komið sér á óvart, svona miðað við meðalaldur hópsins.

„Já, mjög sáttur og þetta er búið að vera markmiðið síðan maður var ungur. Loksins fær maður að spila eins og í Svíþjóð og kominn hingað. Þetta er mjög gaman."

„Já og nei. Ég er búinn að byrja í félagsliði mínu og búinn að vera að spila vel að mínu mati þannig ég var alveg að búast við þessu, sérstaklega þar sem hópurinn er í yngri kantinum þannig séð. Mjög gaman að fá þetta kall,"
sagði Valgeir.

Mikil bjartsýni fyrir leikina

Ísland spilar fjóra leiki í þessum mánuð. Tvo leiki við Ísrael, einn við Albaníu og svo vináttulandsleik við San Marínó en hann segir að leikmenn séu afar bjartsýnir fyrir þessa leiki.

„Líst mjög vel á það. Mjög bjartsýnn og allir í hópnum mjög bjartsýnir á að spila vel og margir í yngri kantinum að fá tækifæri. Við vonumst til að spila hörkuleiki," sagði Valgeir við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner