Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 31. ágúst 2022 22:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Ég hef alltaf kunnað vel við Karl Friðleif
,,Verðum bara að vera menn til þess að viðurkenna að það var þannig í dag''
Tapið er fyrsta tap Breiðabliks gegn íslensku liði á Kópavogsvelli frá því í maí á síðasta ári
Tapið er fyrsta tap Breiðabliks gegn íslensku liði á Kópavogsvelli frá því í maí á síðasta ári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karl Friðleifur
Karl Friðleifur
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Við mættum ekki grimmir, vorum eftir á í flestum aðgerðum og grófum okkur holu sem við komumst ekki upp úr. Leikurinn var í raun og veru búinn áður en hann byrjaði," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Víkingi í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  3 Víkingur R.

„Auðvitað eru það vonbrigði en stundum er þetta bara svona, stundum ertu ekki besta útgáfan af sjálfum þér. Því miður var það raunin fyrstu 20 mínúturnar í dag og svo vorum við komnir í þá stöðu að holan var bara of djúp. Við náðum aldrei að setja nægilega pressu á Víkingana."

Víkingarnir pressuðu vel á Breiðablik í upphafi leiks. „Við vissum að þeir myndu koma hátt og hluti af því að bregðast við því er að vera á tánum fyrstu 15 mínúturnar. Þú þarft að vinna boltann sem dettur, fara vel með hann á varnarþriðjungi. Hvorugur þessa hluta gekk upp fyrstu 15-20 mínúturnar. Stundum er það bara svoleiðis að þú ert ólíkur sjálfum þér. Stundum eiga menn bara 'off' dag og við verðum bara að vera menn til þess að viðurkenna að það var þannig í dag."

Karl Friðleifur Gunnarsson, leikmaður Víkings, fagnaði fyrir framan varamannabekk Breiðabliks þegar hann skoraði annað mark Víkings. Karl er fyrrum leikmaður Breiðabliks, var á láni hjá Víkingi frá Breiðabliki í fyrra og var svo keyptur til Víkings síðasta vetur. Hann virtist vera senda Óskari einhver skilaboð í fagni sínu. Óskar segist þó ekki hafa fundið fyrir því.

„Ég tók bara ekki eftir því. Kalli verður bara að svara því, ég veit það ekki, hef alltaf kunnað vel við Karl Friðleif. Hann er öflugur fótboltamaður og fábær náungi," sagði Óskar.

Viðtalið við hans er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan. Fögnuð Karls má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner