Eftir skelfilega byrjun á mótinu er Keflavík nú með betri liðunum í deildinni ef við horfum á formið í síðustu leikjum en liðið vann góðan 3-0 sigur á Val á Origo-vellinum í dag.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 3 Keflavík
„Við ætluðum okkur sigur hérna í dag og það tókst og mér fannst við spila fanta vel, frábæra vörn og héldum hreinu en auðvitað var vendipunkturinn að þeir misstu mann útaf eða þeir brutu á okkur og við skorum úr vítinu en mér fannst við bara spila virkilega vel í dag og stjórnuðum leiknum og hlakkar til að sjá hvað xG er hjá okkur í leiknum en við nátturlega óðum í færum í seinni hálfleiknum og auðvitað erfitt fyrri Valsarana að spila einum færri í 60 mínútur." Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld.
„Við erum búnir að vera bæta okkur jafnt og þétt í sumar og það hefur alltaf komið maður í manns stað og það er jákvætt líka, menn staðráðnir í því að standa sig sem koma inná og aukin samkeppni í liðinu okkar og það er mjög jákvætt en við verðum líka að hrósa Völsurunum líka fyrir að þeir voru einum færri í fyrri hálfleiknum og við lentum í miklu basli síðasta korterið og þurftum aðeins að ráða okkar ráðum í hálfleik."
Keflvíkingar hafa nú ekki tapað leik síðan um miðjan Maí og talar Siggi Raggi um þróun í liðinu.
„Við höfum þróað liðið okkar, æft vel í júní. Vorum bara með einn leik þá og við áttum ofboðslega erfiða byrjun á mótinu en síðan hefur okkur gengið mjög vel og ég held við séum með 16 stig af síðustu 21 þannig það hefur gengið fanta vel í síðustu leikjum og spilað vel."
Nánar er rætt við Sigurð Ragnar Eyjólfsson í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |