Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. desember 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Benedikt Bóas spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Benedikt Bóas Hinriksson.
Benedikt Bóas Hinriksson.
Mynd: Birtingur
Liverpool heldur áfram á flugi samkvæmt spá Benna.
Liverpool heldur áfram á flugi samkvæmt spá Benna.
Mynd: Getty Images
Mata skorar í sigri Manchester United samkvæmt spá Benna.
Mata skorar í sigri Manchester United samkvæmt spá Benna.
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni í vikunni.

Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður á Fréttablaðinu, spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni. Benedikt verður í Áramótakæfunni í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu milli 12 og 14 á morgun en þar verður fótboltaárið 2018 gert upp á líflegan hátt.



Brighton 1 - 4 Everton (15:00 á morgun)
Þetta er frekar auðveldur 2. Maty Ryan er farinn úr markinu hjá heimamönnum og samkvæmt fréttum verður það annað hvort David Button eða Jason Steele sem stendur í rammanum. Þeir eru ekki nógu góðir fyrir Gylfa og félaga sem vinna með þremur mörkum.

Fulham 1 - 0 Huddersfield (15:00 á morgun)
Segjum 1 og minn gamli stormsenter, Mitrovic, bæti upp fyrir klúðrin í síðasta leik og skori sigurmarkið.

Leicester 3 - 0 Cardiff (15:00 á morgun)
Heldur ekki Puel áfram þessu góða gengi um jólin? Minn maður James Maddison leggur upp tvö og skorar eitt í öruggum 3:0 sigri.

Tottenham 0 - 1 Wolves (15:00 á morgun)
Merkilegt nokk þá þoli ég ekki Tottenham. Hef aldrei gert það. Eitt af þessum óþolandi liðum. Óska alltaf að þeim gangi illa. Reyndar er lélegasti miðjumaður deildarinnar, Eric Dyer, meiddur og því á Tottenham örlítið meiri von. En segjum að Úlfarnir verði léttleikandi og vinni. Tottenham eru jú nálægt toppnum og þá byrja þeir yfirleitt að hiksta.

Watford 0 - 1 Newcastle (15:00 á morgun)
Djöfull þoldi ég ekki að sjá Rafa gefast upp gegn Liverpool fyrir leik með því að hvíla leikmenn fyrir þennan leik. Vonandi að það gangi upp hjá honum. Óttast samt Watford. Þeir eru góðir. Segjum samt að mínir menn vinni þetta 0:1.

Liverpool 2 - 0 Arsenal (17:30 á morgun)
Þetta er svo sem ekkert flókið. Liverpool fær ekki á sig mark og Arsenal er með skelfilega óstöðuga miðju og slaka vörn. Þetta verður auðveldur 2:0 sigur. Leikarinn Salah og svikarinn Wijnaldum skora.

Crystal Palace 0 - 2 Chelsea (12:00 á sunnudag)
Maurizio Sarri er minn maður. Hann var búinn að lofa Loftus-Cheek einum leik í byrjunarliðinu og skildi hann eftir í þeim síðasta. Svo hann mun snúa aftur á Selhurst Park og skora. Hazard líka. Það er 0:2 lykt af þessum.

Burnley 0 - 4 West Ham (14:15 á sunnudag)
Ég sagði í upphafi að Burnley færi niður. Það hefur ekkert breyst. Auðveldur fjögurra marka sigur West Ham. Joe Hart er nefnilega í markinu - djöfull sem hann er lélegur að verja fótboltaskot.

Southampton 0 - 2 Man City (14:15 á sunnudag)
Obboslega vona ég að City vinni þennan leik svo við fáum spennandi deild. Það yrði leiðinlegt ef Liverpool myndi vinna hana með 15 stiga mun. Það væri samt fyndið ef trilljarða lið City bara gæti ekki neitt um jólin. Peningar geta nefnilega ekki keypt allt.

Manchester United 2 - 0 Bournemouth (16:30 á sunnudag)
Allir léttir ljúfir og kátir þarna á Old Trafford. Það þýðir sigur. 2:0 og segjum bara að Alexis Sánchez komi af bekknum og sýni að það séu enn töfrar í skónum. Mata skorar það fyrra.

Fyrri spámenn:
Auðunn Blöndal (8 réttir)
Steindi Jr. (8 réttir)
Baldur Sigurðsson (7 réttir)
Gaupi (6 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Rúnar Alex Rúnarsson (6 réttir)
Sóli Hólm (6 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Logi Ólafsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Jón Þór Hauksson (4 réttir)
Sam Hewson (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Kristjana Arnarsdóttir (2 réttir)
Teitur Örlygsson (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 33 23 5 5 77 26 +51 74
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner