Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
sunnudagur 14. september
Besta-deild kvenna
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
föstudagur 5. september
Undankeppni HM
laugardagur 30. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Lengjudeild karla
miðvikudagur 27. ágúst
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 25. ágúst
föstudagur 22. ágúst
Besta-deild kvenna
Mjólkurbikar úrslit
mánudagur 18. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
fimmtudagur 14. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
mánudagur 11. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 13. september
Championship
Stoke City 1 - 0 Birmingham
Coventry 1 - 1 Norwich
Watford 0 - 1 Blackburn
Wrexham 1 - 3 QPR
Oxford United 2 - 2 Leicester
West Brom 0 - 1 Derby County
Charlton Athletic 1 - 1 Millwall
Sheff Wed 0 - 3 Bristol City
Swansea 2 - 2 Hull City
Preston NE 2 - 2 Middlesbrough
FA Cup
Pickering Town 0 - 2 Runcorn Linnets
Fylde 4 - 1 Bamber Bridge
Telford United 3 - 1 Kidderminster
Totton 2 - 0 Torquay
Alvechurch 3 - 0 Leamington
Ashford United 0 - 3 Chatham
Ashton United 2 - 0 Scarborough Athletic
Bedford Town 1 - 1 Dagenham
Billericay 3 - 0 Berkhamsted
Bootle 1 - 3 Darlington
Bracknell 2 - 0 Tadley
Brixham 1 - 3 Dorchester
Burgess Hill Town 1 - 3 Farnham
Bury Town 1 - 1 Woodford Town
Buxton 3 - 0 Redditch United
Chasetown 0 - 0 Banbury United
Chelmsford 6 - 0 Hertford
Chertsey 2 - 3 Cray Valley
Chesham United 1 - 4 Kings Lynn Town
Coleshill Town 0 - 7 Hednesford Town
Congleton 0 - 1 Chorley
Curzon Ashton 4 - 1 Hebburn Town
Deal 2 - 1 Egham Town
Dorking Wanderers 7 - 2 Wingate and Finchley
Dunston UTS 1 - 0 Stocksbridge
Eastbourne Borough 4 - 0 Epsom
Ebbsfleet Utd 5 - 0 Ashford Town
Enfield FC 0 - 3 Enfield Town
Fareham 0 - 3 Sholing
Farnborough 4 - 1 Dover
FC United of Manchester 0 - 1 Chadderton
Gainsborough 2 - 1 Rushall Olympic
Gloucester City 1 - 2 Chippenham
Gosport Borough 0 - 3 Poole Town
Grimsby Borough 1 - 1 Halesowen Town
Hampton and Richmond 4 - 2 Croydon Athletic
Hanwell Town 0 - 1 Bedfont Sports
Harborough 3 - 2 Worksop Town
Hemel 4 - 1 Bishops Stortford
Hitchin Town 1 - 2 St Albans
Hungerford Town 3 - 0 Swindon Supermarine
Hyde 2 - 0 Whitby Town
Jersey Bulls 2 - 2 Worthing
Leiston 4 - 1 Hackney Wick
Macclesfield Town 3 - 0 Atherton R.
Maidenhead Utd 0 - 1 Faversham Town
Maldon and Tiptree 2 - 0 Stanway
Matlock Town 3 - 0 Carlton Town
Merthyr T 4 - 0 Torpoint
Morpeth Town 2 - 1 Witton Albion
Mulbarton Wanderers 0 - 0 Witham Town
Nantwich 3 - 1 Trafford
Needham Market 4 - 2 Eynesbury
Newcastle Blue Star 0 - 2 Marine
Peterborough Sports 2 - 1 Hornchurch
Quorn 2 - 1 Kettering
Racing Club Warwick 3 - 3 Evesham United
Radcliffe Boro 1 - 1 Southport
Royston Town 1 - 0 Brentwood Town
Salisbury 4 - 1 Laverstock and Ford
Shaftesbury Town 1 - 1 Frome Town
Shepshed 0 - 2 Stamford
South Shields 2 - 1 Guiseley
Spalding United 3 - 0 Alfreton Town
Sporting Khalsa 1 - 2 Hereford
Stalybridge 1 - 2 Chester
Steyning Town 2 - 2 Tonbridge Angels
Sudbury 1 - 2 Aveley FC
Sutton Coldfield Town 3 - 1 Stourbridge
Taunton Town 1 - 1 Weston-super-Mare
Tower Hamlets 0 - 2 Flackwell
Waltham Abbey 2 - 0 Gorleston
Welling Town 1 - 1 Slough Town
West Auckland Town 0 - 1 Spennymoor Town
Westbury United 3 - 2 Oxford City
Westfields 2 - 2 Horsham
Whitehawk 0 - 2 Walton-Hersham
Whitstable Town 1 - 1 Chichester
Wimborne Town 2 - 1 Bath
Úrvalsdeildin
Fulham 1 - 0 Leeds
Everton 0 - 0 Aston Villa
Crystal Palace 0 - 0 Sunderland
Brentford 0 - 0 Chelsea
West Ham 0 - 3 Tottenham
Bournemouth 2 - 1 Brighton
Newcastle 1 - 0 Wolves
Arsenal 3 - 0 Nott. Forest
Bundesligan
Freiburg 3 - 1 Stuttgart
Union Berlin 2 - 4 Hoffenheim
Mainz 0 - 1 RB Leipzig
Wolfsburg 3 - 3 Köln
Heidenheim 0 - 2 Dortmund
Bayern 5 - 0 Hamburger
Frauen
Nurnberg W 1 - 4 Werder W
Essen W 0 - 0 Hamburger W
Vináttuleikur
Ekkert mark hefur verið skorað
Ekkert mark hefur verið skorað
Serie A
Cagliari 2 - 0 Parma
Juventus 4 - 3 Inter
Fiorentina 0 - 2 Napoli
Eliteserien
SK Brann 3 - 2 Valerenga
Molde 1 - 2 Fredrikstad
Toppserien - Women
Kolbotn W 1 - 2 Roa W
Stabek W 2 - 1 Bodo-Glimt W
Úrvalsdeildin
Akhmat Groznyi 1 - 1 Lokomotiv
Dinamo 2 - 2 Spartak
FK Krasnodar 2 - 1 Akron
Nizhnyi Novgorod 3 - 1 Orenburg
La Liga
Athletic 0 - 1 Alaves
Getafe 2 - 0 Oviedo
Real Sociedad 1 - 2 Real Madrid
Damallsvenskan - Women
Alingsas W 0 - 1 Vittsjo W
Hammarby W 3 - 0 Linkoping W
Kristianstads W 2 - 1 Vaxjo W
Elitettan - Women
Gamla Upsala W 1 - 1 Jitex W
Mallbacken W 0 - 1 Team TG W
Orebro SK W 0 - 1 Elfsborg W
Trelleborg W 0 - 0 KIF Orebro W
Umea W 2 - 2 Hacken-2 W
Uppsala W 6 - 0 Bollstanas W
Trelleborg W - Orebro SK W - 13:00
banner
mán 28.apr 2025 13:00 Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Magazine image

Spá þjálfara í 2. deild: 8. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Í áttunda sæti í spánni er Þróttur úr Vogum.

Þrótturum er spáð áttunda sætinu.
Þrótturum er spáð áttunda sætinu.
Mynd/Helgi Þór Gunnarsson
Auðun Helgason tók við Þrótti fyrir um tveimur mánuðum.
Auðun Helgason tók við Þrótti fyrir um tveimur mánuðum.
Mynd/Þróttur Vogum
Ólafur Örn Eyjólfsson er frábær miðjumaður.
Ólafur Örn Eyjólfsson er frábær miðjumaður.
Mynd/Helgi Þór Gunnarsson
Ásgeir Marteinsson er leikmaður með mikil gæði.
Ásgeir Marteinsson er leikmaður með mikil gæði.
Mynd/Helgi Þór Gunnarsson
Rúnar Ingi kom á láni frá Keflavík.
Rúnar Ingi kom á láni frá Keflavík.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Vogaídýfuvellinum.
Frá Vogaídýfuvellinum.
Mynd/Helgi Þór Gunnarsson
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8. Þróttur V., 60 stig
9. Ægir, 56 stig
10. KFG, 39 stig
11. Víðir, 33 stig
12. Kormákur/Hvöt, 16 stig

8. Þróttur V.
Þróttarar mæta alltaf með háleit markmið og áttunda sætið er ekki eitthvað sem þeir eru að stefna á. Þeir eru núna á leið inn í sitt þriðja tímabil í röð í 2. deild eftir að hafa tekið stutt stopp í Lengjudeildinni. Þeir voru þremur stigum frá því að fara upp 2023 og aðeins einu stigi frá því í fyrra undir stjórn Gunnars Más Guðmundssonar. Það er mikill metnaður í kringum þetta félag og fer þar líklega framkvæmdastjórinn, Marteinn Ægisson, fremstur í flokki. Hann er með alveg gríðarlega ástríðu fyrir félaginu og leggur mikið á sig til að það gangi allt vel. Þróttur mætir til leiks með nýjan þjálfara í sumar sem fær ekki mikinn tíma í undirbúningi með liðið og verður áhugavert að sjá hvernig það fer.

Þjálfarinn: Eftir að Gunnar Már tók við Fjölni fyrir stuttu, þá þurfti Þróttur að fara í þjálfaraleit. Sú leit tók nokkuð óvænta stefnu þegar Auðun Helgason var ráðinn til starfa. Auðun átti glæstan leikmannaferil á sínum tíma. Hann er uppalinn í FH en hann lék einnig með Leiftri, Fram, Grindavík, Selfossi og Sindra hér á landi. Hann lék einnig í atvinnumennsku í Sviss, Noregi, Belgíu og Svíþjóð. Þá lék han 35 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann þjálfaði Fram árið 2013 en hann þjálfaði Sindra í 2. deild síðast árið 2016. Hann var einnig aðstoðarþjálfari Selfoss 2011 og 2012, en hann dúkkar núna óvænt aftur upp í meistaraflokksþjálfun og mun stýra Þrótti Vogum í sumar. Skemmtileg ráðning þarna og gaman að fá Auðun aftur í fótboltann.

Stóra spurningin: Hvernig mun nýjum þjálfara vegna?
Þróttur hefur þurft að gera þjálfarabreytingu öll sín tímabil eftir að þeir féllu aftur í Lengjudeildina, 2023, 2024 og nú aftur fyrir komandi sumar. Það gekk vel í fyrra þegar Gunnar Már stýrði liðinu en það er alltaf gott að hafa ákveðinn stöðugleika í þjálfaramálum. Auðun fær líka ekkert sérstaklega mikinn tíma með liðinu en hann tók við starfinu fyrir um tveimur mánuðum síðan. Núna er tímabilið bara að byrja og menn þurfa að vera tilbúnir í slaginn.

Grasrótin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar alfarið um neðri deildirnar á Íslandi. Þeir velja tvo lykilmenn og einn sem gaman verður að fylgjast með úr hverju liði í 2. deild karla.

Lykilmenn: Ólafur Örn Eyjólfsson & Ásgeir Marteinsson
Ólafur Örn er fyrirliði liðsins. Hann spilar á miðjunni og sjórnar liðinu inn á vellinum. Ólafur hefur reynslu úr efstu deild þar sem hann spilaði þrjú tímabil með HK. Ásgeir Marteinsson er sóknarsinnaður miðjumaður. Hann á einnig þrjú tímabil í efstu deild með HK og getur búið til færi upp úr engu. Saman eru þeir aldursforsetar í liðinu og koma inn með mikla reynslu.

Gaman að fylgjast með: Rúnar Ingi Eysteinsson
Rúnar Ingi er framherji sem Þróttarar fengu núna í vetur frá Keflavík. Rúnar er mjög hættulegur fyrir framan markið og það sýndi hann í Lengjubikarnum þar sem hann skoraði fjögur mörk í þremur leikjum. Ef hann heldur áfram á þessu skriði mun hann vera Þrótturum mjög mikilvægur. Það verður gaman að sjá hversu mikið hann getur skorað í Þróttarabúningnum í sumar.

Komnir:
Almar Máni Þórisson frá Vængjum Júpiters
Anton Breki Óskarsson frá Vængjum Júpiters
Auðun Gauti Auðunsson frá KF
Ásgeir Marinó Baldvinsson frá ÍH (Var á láni)
Birkir Þór Guðmundsson frá Hvíta riddaranum (Var á láni)
Jón Frímann Kjartansson frá KF
Kjartan Þór Þórisson frá ÍH
Mathias Munch Askholm Larsen frá Grindavík
Mikhael Kári Olamide Banjoko frá Þrótti R. (Á láni)
Óliver Berg Sigurðsson frá KFK
Pétur Ingi Þorsteinsson frá Smára
Rúnar Ingi Eysteinsson frá Keflavík (Á láni)
Sigurður Agnar Br. Arnþórsson frá Vængjum Júpiters

Farnir:
Benjamín Jónsson í Þrótt R. (Var á láni frá Fram)
Dagur Guðjónsson í Stokkseyri (Var á láni hjá KV)
Egill Otti Vilhjálmsson í Fjölni (Var á láni frá Fram)
Eiður Baldvin Baldvinsson í KR (Var á láni)
Eiður Jack Erlingsson í Þrótt R. (Var á láni)
Franz Bergmann Heimisson til Spánar
Haukur Darri Pálsson í Hauka
Haukur Leifur Eiríksson í HK
Jóhann Þór Arnarsson í HK
Jón Jökull Hjaltason í Þór (Var á láni)
Róbert William G. Bagguley í Víði (Var á láni frá Njarðvík)

Þjálfarinn segir - Auðun Helgason
„Sumarið leggst vel í okkur og mikil tilhlökkun að koma saman og hefja æfingar á grasi í Vogunum eftir langan vetur með æfingum og leikjum hér og þar. Spáin er ekkert óeðlileg í ljósi mikilla breytinga á leikmannahópnum og úrslitum upp á síðkastið. Við höfum verið einstaklega óheppnir með meiðsli að undanförnu en vonandi sjáum við fram á bjartari tíma. Við gerum okkur grein fyrir því að okkur bíður mjög erfitt tímabil þar sem breiddin í deildinni er meiri en oft áður. Markmiðið er að sjálfsögðu að búa til lið sem getur keppt við bestu liðin í deildinni sem eru án efa Grótta, Dalvík/Reynir, Kári, KFA og Haukar, svo ég nefni einhver."

Fyrstu þrír leikir Þróttar Vogum:
3. maí, Kári - Þróttur V. (Akraneshöllin)
10. maí, Þróttur V. - Dalvík/Reynir (Vogaídýfuvöllur)
16. maí, Víðir - Þróttur V. (Nesfisk-völlurinn)
Athugasemdir
banner