Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. febrúar 2021 23:02
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Everton sló Tottenham út í mikilli markaveislu
Gylfi lék á alls oddi
Mynd: Getty Images
Everton 5 - 4 Tottenham
0-1 Davinson Sanchez ('4 )
1-1 Dominic Calvert-Lewin ('36 )
2-1 Richarlison ('38 )
3-1 Gylfi Sigurdsson ('43 , víti)
3-2 Erik Lamela ('45 )
3-3 Davinson Sanchez ('57 )
4-3 Richarlison ('68 )
4-4 Harry Kane ('83 )
5-4 Bernard ('97 )

Everton er komið í 8-liða úrslit enska bikarsins eftir stórkostlegan fótboltaleik gegn Tottenham.

Ótrúlegur markaleikur átti sér stað á Goodison Park þar sem 45 marktilraunir litu dagsins ljós.

Davinson Sanchez skoraði með skalla eftir hornspyrnu snemma leiks en Gylfi Þór Sigurðsson og félagar sneru stöðunni við. Gylfi Þór var í lykilhlutverki þar sem hann lagði jöfnunarmarkið upp fyrir Dominic Calvert-Lewin og skoraði svo úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé.

Staðan var 3-2 í hálfleik og tókst Davinson Sanchez að skora sitt annað mark snemma í síðari hálfleik. Richarlison var þó ekki lengi að jafna, hann skoraði eftir góða sendingu frá Gylfa Þór sem var óstöðvandi.

Harry Kane jafnaði fyrir Tottenham eftir fyrirgjöf frá Son og var gripið til framlengingar. Tottenham hafði verið betri aðilinn stóran hluta leiksins en heimamenn tóku forystuna í þriðja sinn þegar Bernard kom knettinum í netið á 97. mínútu, eftir frábæra sendingu frá Gylfa.

Staðan var því orðin 5-4 og tókst þreyttum leikmönnum ekki að bæta marki við stórskemmtilegan bikarslag.

Sjá einnig:
Þriðja stoðsending Gylfa gullfalleg
Gylfi með aðra stoðsendingu
Gylfi með mark og stoðsendingu fyrir leikhlé

Athugasemdir
banner
banner
banner