Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 18. júlí 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ráðamenn Man Utd funda á Íslandi - Vildi fá Amorim með
Sir Jim Ratcliffe.
Sir Jim Ratcliffe.
Mynd: EPA
Nokkrir af æðstu mönnun Manchester United funda nú á Íslandi þar sem Sir Jim Ratcliffe, eigandi félagsins, er staddur hér á landi. Ratcliffe er mikill Íslandsvinur, á hér jarðir og finnst gaman að veiða á Íslandi.

Omar Berrada, framkvæmdastjóri United, og Jason Wilcox, yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, flugu til Íslands til að ræða við Ratcliffe um stöðu mála.

Þar á meðal hefur verið rætt um leikmannamálin en Man Utd er núna að ganga frá kaupum á Bryan Mbeumo frá Brentford.

Undirbúningstímabilið er að byrja og spilar United fyrsta æfingaleik sinn gegn Leeds í Stokkhólmi á morgun. Ratcliffe, Berrada og Wilcox munu verja tveimur sólarhringum saman á Íslandi fyrir þann leik. Það er meðal annars á dagskránni að fiska en Ratcliffe er mikill fluguveiðimaður.

En aðalmálið er að eiga djúpar samræður um ýmis mál, þar á meðal möguleg félagaskipti leikmanna.

Ratcliffe hefði viljað fá Rúben Amorim, stjóra Man Utd, með í ferðina en sætti sig svo við það að portúgalski stjórinn væri betur settur með leikmannahóp sínum í undirbúningi fyrir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner