Nokkrir af æðstu mönnun Manchester United funda nú á Íslandi þar sem Sir Jim Ratcliffe, eigandi félagsins, er staddur hér á landi. Ratcliffe er mikill Íslandsvinur, á hér jarðir og finnst gaman að veiða á Íslandi.
Omar Berrada, framkvæmdastjóri United, og Jason Wilcox, yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, flugu til Íslands til að ræða við Ratcliffe um stöðu mála.
Omar Berrada, framkvæmdastjóri United, og Jason Wilcox, yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, flugu til Íslands til að ræða við Ratcliffe um stöðu mála.
Þar á meðal hefur verið rætt um leikmannamálin en Man Utd er núna að ganga frá kaupum á Bryan Mbeumo frá Brentford.
Undirbúningstímabilið er að byrja og spilar United fyrsta æfingaleik sinn gegn Leeds í Stokkhólmi á morgun. Ratcliffe, Berrada og Wilcox munu verja tveimur sólarhringum saman á Íslandi fyrir þann leik. Það er meðal annars á dagskránni að fiska en Ratcliffe er mikill fluguveiðimaður.
En aðalmálið er að eiga djúpar samræður um ýmis mál, þar á meðal möguleg félagaskipti leikmanna.
Ratcliffe hefði viljað fá Rúben Amorim, stjóra Man Utd, með í ferðina en sætti sig svo við það að portúgalski stjórinn væri betur settur með leikmannahóp sínum í undirbúningi fyrir tímabilið.
Athugasemdir