Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
banner
   fös 18. júlí 2025 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Endar í Þýskalandi þrátt fyrir áhuga úr úrvalsdeildinni
Mynd: EPA
Sky Sports á Englandi hefur eftir kollegum sínum frá Þýskalandi að miðjumaðurinn Wilfred Ndidi sé líklegast á leið í þýska boltann í sumar.

Leicester City er reiðubúið til að selja Ndidi, sem er 28 ára gamall og með tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.

Ndidi er meðal launahærri leikmanna liðsins og eru ýmis félög víða um Evrópu sem hafa sýnt honum áhuga.

Hoffenheim og Mainz eru nefnd til sögunnar sem mögulegir áfangastaðir fyrir Ndidi, sem er með 9 milljón punda söluákvæði eftir fall úr ensku úrvalsdeildinni.

Sky segir að Ndidi vilji fara til Þýskalands þrátt fyrir orðróma um áhuga frá Atlético Madrid, Juventus og Manchester United, auk tyrknesku stórveldanna Fenerbahce og Galatasaray og fleiri félaga.

Sóknarleikmaðurinn Bilal El Khannouss er einnig eftirsóttur en Leicester vill fá 25 milljónir punda til að selja hann. El Khannouss er 21 árs gamall og með þrjú ár eftir af samningi.

Leicester þarf að selja leikmenn til að geta keypt inn nýja í sumar. Martí Cifuentes er nýlega tekinn við þjálfun aðalliðsins og er stefnan sett á að fara beint aftur upp í úrvalsdeildina.
Athugasemdir
banner