Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
banner
   fös 18. júlí 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
Como kaupir Perrone frá City (Staðfest)
Perrone í leik með Como.
Perrone í leik með Como.
Mynd: EPA
ítalska félagið Como hefur keypt argentínska miðjumanninn Máximo Perrone frá Manchester City.

Þessi 22 ára leikmaður lék með Como á lánssamningi frá City á síðasta tímabili.

Perrone Perrone hóf feril sinn hjá Vélez Sarsfield áður en hann gekk í raðir Manchester City í janúar 2023. Hann var fyrst lánaður til Las Palmas.

Perrone lék vel með Como á síðasta tímabili en hann er með mikla leikgreind og útsjónarsemi.

Cesc Fabregas, stjóri Como, segist í skýjunum með að félagið hafi fengið Perrone alfarið. Como endaði í 10. sæti ítölsku A-deildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner