Víkingar kannast ekki við það að miðjumaðurinn Pablo Punyed hafi verið boðinn til annarra félaga á Íslandi.
Pablo er kominn aftur út á fótboltavöllinn eftir að hafa verið fjarri góðu gamni í tæpt ár vegna krossbandsslita.
Pablo er kominn aftur út á fótboltavöllinn eftir að hafa verið fjarri góðu gamni í tæpt ár vegna krossbandsslita.
Það var talað um það í Dr Football á dögunum að Pablo gæti verið á förum frá Víkingum og öðrum félögum hafi verið boðið að fá hann.
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingum, segir það ekki rétt.
„Það er bara alls ekki rétt. Ég veit ekki hvaðan þeir hafa það en það er ekki héðan," sagði Kári.
Hann reiknar ekki með því að Pablo og Nikolaj Hansen séu á förum frá Víkingum þó einhverjar sögur séu um það. Báðir eru þeir að verða samningslausir eftir tímabilið en Víkingar ætla að taka stöðuna með þeim fljótlega um framhaldið.
Athugasemdir