Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
   fim 17. júlí 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Botnlið FHL fær til sín þriðja leikmanninn (Staðfest)
Kvenaboltinn
Candela Gonzalez.
Candela Gonzalez.
Mynd: FHL
FHL hefur svo sannarlega ekki lagt árar í bát í baráttunni um að halda sæti sínu í Bestu deild kvenna þrátt fyrir að vera án stiga tíu leiki. FHL var núna að bæta við sig þriðja erlenda leikmanninum í sumarglugganum.

FHL hefur samið við Candela Gonzalez. Candela er 22 ára spænskur miðjumaður.

„Candela hefur spilað í Madrid og Texas. Hún er sterk og leikinn með boltann og mun styrkja spil FHL," segir í tilkynningu frá félaginu.

„FHL býður Candela velkomna í leikmannahópinn og hlakkar til samstarfsins."

Næsti leikur FHL er gegn Val á útivelli.
Athugasemdir
banner