Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 18. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Víðir fær tvo Spánverja (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Garði er í slæmri stöðu á botni 2. deildar karla og er búinn að styrkja sig með tveimur nýjum leikmönnum á opnunardegi íslenska félagaskiptagluggans.

Leikmennina ber báða að garði frá Spáni þar sem þeir eru fengnir í tilraun til að bjarga Garðsmönnum frá falli. Víðir er aðeins með 8 stig eftir 12 fyrstu umferðirnar á deildartímabilinu, heilum fjórum stigum frá öruggu sæti .

Annar leikmaðurinn heitir Pablo Castiello Montes og er þrítugur miðvörður sem getur einnig spilað í hægri bakverði. Hinn heitir Ángel Rodríguez-Malo Paredes og 23 ára miðjumaður.

Pablo lék síðast með Real Titanico í neðri deildum spænska boltans á meðan Ángel Rodríguez var hjá Lenense.

Garðsmenn vonast til að Spánverjunum tveimur takist að hjálpa liðinu að forðast fall niður um deild í haust.
Athugasemdir
banner
banner