Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
   fim 17. júlí 2025 22:50
Sverrir Örn Einarsson
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Pablo Punyed
Pablo Punyed
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar unnu stórsigur á liði Malisheva frá Kósóvó 8-0 er liðin mættust í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í Víkinni í kvöld. Úrslitin eru ekki það eina sem Víkingar geta fagnað en miðjumaðurinn knái Pablo Punyed lék síðari hálfleikinn í leiknum í dag en hann er að koma til baka í lið Víkinga eftir að hafa slitið krossband á síðasta ári.

„Bara gaman, Það er alltaf gaman að spila og alltaf gaman að vinna leik. Það gekk allt hjá okkur í dag og nú erum við bara farnir að hugsa um næsta leik gegn Val. “ Sagði miðjumaðurinn knái í liði Víkinga Pablo Punyed eftir 8-0 sigur Víkinga á liði Malisheva í kvöld

Lestu um leikinn: Víkingur R. 8 -  0 Malisheva

„Bara gaman, Það er alltaf gaman að spila og alltaf gaman að vinna leik. Það gekk allt hjá okkur í dag og nú erum við bara farnir að hugsa um næsta leik gegn Val. “ Sagði Pablo um tilfinninguna að vera að snúa aftur á völlinn.

Pablo kom inn á í hálfleik en þá þegar höfðu Víkingar svo gott sem klárað leikinn enda staðan 5-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Hvernig er að koma inn í leikinn í slíkri stöðu?

„Við sem komum inn á erum líka með okkar eigin markmið. Við vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það. Svo vildum við líka bara skemmta áhorfendum sem að mættu í dag og hafa gaman. Fyrir okkur var bara 0-0 í hálfleik og við komum út og gengum frá þessum leik.“

Pablo lék sínar fyrstu mínútur með Víkingum í sumar í fyrri leik liðanna á dögunum en fékk nú heilan hálfleik líkt og fyrr segir. Hvernig er standið á honum eftir þessa löngu fjarveru?

„Mér líður rosalega vel og ég er alveg tilbúinn.“

Sagði Pablo en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir