Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
   fim 17. júlí 2025 12:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Viðars: Velkominn að vera þangað til hann er búinn að gera upp hug sinn
Á að baki 113 landsleiki og skoraði í þeim 15 mörk.
Á að baki 113 landsleiki og skoraði í þeim 15 mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hefur spilað í Noregi, Belgíu, Ítalíu, Sviss, Englandi, Katar og Tyrklandi á sínum ferli.
Hefur spilað í Noregi, Belgíu, Ítalíu, Sviss, Englandi, Katar og Tyrklandi á sínum ferli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason hefur síðustu vikuna eða svo æft með FH en hann er sem stendur án félags og að velta framtíð sinni fyrir sér. Birkir er leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins og varð samningslaus í síðasta mánuði þegar samningur hans við ítalska félagið Brescia rann út.

Birkir er 37 ára miðjumaður sem hefur aldrei á sínum ferli leikið með íslensku félagsliði. Fótbolti.net ræddi við Davíð Þór Viðarsson sem er yfirmaður fótboltamála hjá FH.

„Birkir heyrði bara í mér og spurði hvort hann mætti koma og æfa með okkur, eins og hann hefur talað um sjálfur var hann að gera upp við sig hvort hann ætlaði að halda áfram eða ekki. Það var ekkert mál að hann fengi að koma og æfa með okkur," segir Davíð.

„Við höfum ekkert farið í að ræða framhaldið eins og staðan er núna, ég reikna með því að hann vilji spila erlendis ef hann ætlar að halda áfram að spila. Ef það breytist eitthvað þá munum við bara taka það samtal."

„Ég veit ekki hvað hann verður lengi hjá okkur, hann er velkominn að vera þangað til hann er búinn að gera upp hug sinn."

„Ég efast ekki um að hann sé búinn að vera góður á síðustu æfingum, ég sá hann á nokkrum æfingum og hann var mjög flottur á þeim. Þó svo að aldurinn færist að einhverju leyti yfir hann þá sá ég að það eru ennþá töfrar í honum, þeir fara ekkert,"
segir Davíð.

Félagaskiptaglugginn á Íslandi opnaði í dag og verður opinn til 13. ágúst. FH spilar ekki um komandi helgi, næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Fram föstudaginn 25. júlí.
Athugasemdir
banner
banner