Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson er tilbúinn í nýtt tímabil með ítalska félaginu Fiorentina og hann er spenntur fyrir því að spila með sóknarmanninum Moise Kean á ný.
Albert var á láni hjá Fiorentina á síðasta tímabili en ítalska félagið keypti hann í sumar.
Albert var á láni hjá Fiorentina á síðasta tímabili en ítalska félagið keypti hann í sumar.
Kean, sem er 25 ára, var mikið efni á sínum tíma en það tók hann tíma að finna sig. Hann gerði vel með Fiorentina á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 25 mörk í 44 leikjum.
„Kean er frábær leikmaður," segir Albert um liðsfélaga sinn. „Hann sannaði það á síðasta ári."
„Hann er mjög öflugur og gerir lífið auðveldara fyrir mig. Ég get ekki beðið eftir því að spila aftur með honum."
Athugasemdir