Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
   fim 17. júlí 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool gangi frá kaupunum fyrir helgi
Hugo Ekitike.
Hugo Ekitike.
Mynd: EPA
Boltinn er heldur betur farinn að rúlla hjá Liverpool varðandi franska sóknarmanninn Hugo Ekitike.

Breska ríkisútvarpið segir að Liverpool sé komið nálægt því að landa Ekitike fyrir meira en 70 milljónir punda og bætir við í grein sinni að Englandsmeistararnir ætli sér að ganga frá kaupunum fyrir helgina.

Newcastle vildi fá Ekitike en hættist að elta við hann eftir að Frankfurt hafnaði 70 milljón punda tilboði félagsins. Það hjálpaði væntanlega ekkert til heldur að Liverpool bættist við í kapphlaupið.

Liverpool sýndi líka Alexander Isak áhuga en Newcastle hefur engan áhuga á því að selja hann.

Ekitike hefur sagt já við Liverpool. Hann var frábær með Frankfurt á síðasta tímabili þar sem hann skoraði 22 mörk og lagði upp tólf í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner